Sunday, August 17, 2008

Er

á fullu að undirbúa kennsluna:-)
Breyta nafnalistum, laga til stundarskrá, fara yfir gátlistann fyrir viðtölin og margt fleira. Jamm þetta leggst bara vel í mig.
Fór áðan og keypti skóladót sem mig vantaði og fann þá líka Mínu mús og Zippý:-)

Mína er sæt, grá mús sem verður vinkona okkar í vetur og fær að fara heim með nemendum um helgar;-)

Zippý er lítil, krúttleg, græn fluga sem verður í bekknum og ætlar að kenna okkur ýmislegt um lífið og tilveruna í vetur, t.d. um tilfinningar, virðingu, samskipti, hvernig við eignumst vini, og tökumst á við breytingar, og margt fleira:-)

Ég byrjaði á því að fara á frábært námskeið hjá Lýðheilsustofnun á miðvikudaginn í síðustu viku og fékk þar ókeypis og tilbúið til notkunar gagnlegt, nýlegt, áhugavert og skemmtilegt námsefni í lífsleikni, ekki amalegt það:-)
Við verðum vinir Zippýs í vetur en það er einmitt nafnið á lífsleikninámsefninu sem ég fékk gefins:-)

Svo á fimmtudag og föstudag var ég uppi í skóla á námskeiðum og fundum, og það var tekið vel á móti mér. Það er ekki búið að ráða annan 1. bekkjar kennara og ég er eini nýi kennarann, en skólastjórnendur sögðu mér að það væri búið að bjarga málum með þvi að deildastjórinn á yngsta stigi verður á móti mér til að byrja með;-)
Einnig tóku þau vel í það að ég væri í meistaranámi og sögðu að það væri ekkert mál að gefa mér frí til að fara í tíma þar;-)

Í næstu viku verður nóg að gera í vinnunni, undirbúa, fara á námskeið og fundi, laga til í kennslustofunni og fleira.

Læt þetta nægja í bili og bið að heilsa ykkur.
Eigið góða viku, verið góð hvert við annað og njótið lífsins:-)

Kv. Sandra sem er á fullu í mörgu skemmtilegu:-)

Leiðsögn dagsins:

16.ágúst

Vissulega munu koma tímar þar sem þú óskar þess að þú hefðir meira fé milli handa, meiri tíma til að sofa og meiri tíma til skemmtanna og tómstundaiðkanna. Þér getur fundist þú takmarkaður núna, en þú ættir að líta á núverandi aðstæður þínar sem hinar fullkomnu kringumstæður fyrir vöxt þinn. Innan þeirra takmarkana sem skilgreina núverandi tilveru þína, er það eina í stöðunni að aga sjálfan þig og halda í átt að vexti og sjálfsbetrun. Í því ferli að leggja þig allan fram í slíkri viðleitni, muntu án efa efla og styrkja sjálf þitt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda