Vildi
bara vekja athygli á tveim viðburðum í þessari viku:
Kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki á miðvikudagskvöld:
íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst 2008 og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst klukkan 22:30.
Í tilkynningu frá samstarfshópi friðarhreyfinga kemur fram að safnast verður saman sið suðvesturbakka Tjarnarinnar í Reykjavík (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Þar mun Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Helga Nína Heimisdóttir. Flotkerti og friðarmerki verða seld á staðnum. Á Akureyri flytur Svavar Jónsson sóknarprestur ávarp. Flotkerti verða seld á staðnum.
Kertunum er fleytt í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9. ágúst 1945 og er þetta tuttugasta og fjórða kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum.
og svo á fimmtudagskvöldið er ljósahátíð á Lækjartorgi:
Kerti fyrir Tíbet, hið alþjóðlega framtak Ísraelans David Califa hefur nú laðað að sér 100 milljón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðning sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta.
Vinir Tíbets á Íslandi skipuleggja ljósahátíð í Reykjavík sem lið í þessu verkefni. Hátíðin hefst á Lækjartorgi klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Kveikt verður á kertum víðsvegar um heiminn klukkan 21:00 að staðartíma. Allir eru velkomnir og hægt að kaupa stormkerti á kostnaðarverði. Kertin verða notuð til að skrifa stórum stöfum “Save Tibet”. Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í ljósahátíðinni geta samt sem áður sýnt ákalli Tíbeta um frelsi og að mannréttindi þeirra séu virt, stuðning með því að skrá sig á http://candle4tibet.org og kveikt á kerti á heimili sínu – best er að setja kertið út í glugga til að það verði öðrum sýnilegt.
Ljósahátíðinni er ekki ætlað að vera mótmæli gegn Ólympíuleikunum, heldur fremur að beina kastljósinu að því sem er að gerast í Tíbet en landið er enn lokað fyrir umheiminum og stöðugt berast fréttir af harðnandi aðgerðum gagnvart þjóðinni, sérstaklega gagnvart munkum og nunnum. Þá er þetta ekki heldur aðför gagnvart kínversku þjóðinni en mannréttindi eru víða brotin á kínverjum í heimalandi þeirra.
Vona að ykkur líði vel og að þið eigið góða daga framundan:-)
Risaknús og kossar til ykkur yndislegu vinir mínir:-)
Sandra búddisti og friðarsinni...
Leiðsögn frá Ikeda:
27.júlí
Búddismi finnst í veruleika samfélagsins og í daglegu lífi. Vegna þess að búddismi er á engan hátt aðskilin frá þessum veruleika, verðum við að leggja okkur fram með framkomu okkar að vera sem bestar fyrirmyndir fyrir aðra.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home