Mikið um að vera
á miðvikudaginn byrjaði ég á því að fara í leikfimi með Jóa og Láru:-)
Eftir það fórum við Jói í Háskólann að leysa ýmis mál í sambandi við nám og vinnu...
og það er allt að skýrast hvernig þetta verður í vetur;-)
Um kvöldið fór ég á undirbúningsfund fyrir fræðsluprófið og eftir fundinn fórum við á kertafleytinguna sem heppnaðist vel að venju, þrátt fyrir mikið úrhelli;-)
Á fimmtudaginn fór ég ásamt öðrum búddista upp á völl að ná í tvo erlenda búddista sem voru að koma til landsins að taka þátt í Gleðigöngunni...
Við keyrðum í bæinn og ég skutlaði þeim á hótelið og fór svo niður á Lindargötu að taka þátt í að skreyta vagninn okkar SGI búddista;-)
Kvöldinu var svo varið í góðum félagsskap vinkvenna á Kaffi París;-)
Föstudagurinn fór í að hjálpa mömmu og aðstoða við undirbúning fyrir Gleðigönguna og klára að útbúa vagninn...
Laugardagurinn var æðislegur og skemmtilegur í alla staði. Ég var kominn niður á Hlemm um eittleytið til að hitta búddistana. Ég var fyrst að hugsa um að horfa á gönguna og taka myndir eins og ég hef gert undanfarin ár, en tók ákvörðun um að taka þátt í göngunni með hópnum:-)
það var skemmtileg og skrýtin upplifun og ég sé sko alls ekki eftir því,og mér líður mjög vel núna eftir alla þessu nýju og frábæru upplifun, bæði undirbúninginn (sem ég hef aldrei tekið þátt í áður) og svo sjálfa gönguna (í fyrsta skipti sem ég tek þátt:-)
Við vorum í merktum appelsínugulum bolum og vorum með vagn þar sem þemað var Galdrakarlinn í Oz og svo voru í kringum 40 búddistar(þó ekki allur hópurinn í einu) sem gengu fyrir framan, aftan og meðfram vagninum:-)
Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...
Þegar vagninum hafði verið komið á sinn stað eftir gönguna, fórum við á Arnarhól þar sem skemmtiatriðin voru. Ég horfði á það og var svo komin heim um sexleytið. Þá skrapp ég í sturtu, skipti um föt og fór svo í afmæli til Heiðar vinkonu:-)
Við borðuðum góðan mat og kjöftuðum fram yfir miðætti, og kíktum svo stutta stund í bæinn...
Í gærkvöldi fór ég á frábæran, skemmtilegan og hvetjandi fræðslufund og leið mér mjög vel eftir það:-)
Í vikunni byrja ég í nýju vinnunni og hlakka ég til, en er líka með smá fiðrildi í maganum, en það lagast allt þegar rútínan byrjar;-)
Eina sem er ekki nógu gott er að það er ekki búið að ráða í stöðuna á móti mér, þ.e. samkennara í 1. bekk, en það bjargast allt að lokum...
Læt þetta nægja í bili, vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Risaknús og jákvæð orka til allra...
Sandra
Leiðsögn gærdagsins frá Ikeda á vel við pistilinn hér að ofan;-)
10.ágúst
Frá einu sjónarmiði, þýðir búddísk iðkun að steypa sér út í hringiðuna meðal fólksins og leggja okkur fram um að efla lífskraft okkar í það óendanlega. Tilgangur starfs SGI er að gera okkur kleift að byggja upp sterkt, óbugandi sjálf, demantslíkt sjálf sem getur sigrast á öllum erfiðleikum og lýst okkur leiðina hvert sem við förum. Hindranir eru gullin tækifæri fyrir hið sterka sjálf að brjótast fram, óeyðanlegt eins og demantur, hæft til að vara að eilífu.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home