Fínasta
verslunarmannhelgi að baki.
Fór á Batman-The Dark Knight á föstudagskveldið, mæli svo sannarlega með henni, besta Batman myndin til þessa og er ein af þessum stórmyndum sem er eiginlega nauðsynlegt að sjá í bíó:-)
Það er mjög sorglegt að leikarinn Heath Ledger sem leikur Jókerinn sé fallinn frá langt fyrir aldur fram;-(
ég vona að hann fái Óskarsverðlaun, hann á það svo sannarlega skilið fyrir frammistöðu sína í þessari mynd..
Vil biðja ykkur að senda batakveðjur til Morgans Freemans sem fór líka á kostum í myndinni, hann liggur núna mikið slasaður á sjúkrahúsi;-(
Á laugardaginn var farið í góðan og skemmtilegan bíltúr um Suðurnesin, kíkt á kaffihús, rúntað um Keflavík, Sandgerði og Garðinn, hef aldrei komið í Garðinn, og gaman að koma þangað og sjá Garðskagavita;-)
Því miður tók ég ekki myndavélina með í það skiptið...
Í gær var svo ævintýraferð, keyrt í átt að Þjónustumiðstöðinni hjá Þingvöllum og beygt inn hjá skilti sem á stendur "Uxahryggir" og keyrt áfram á illfærum malarvegi um Kaldadal, upp á hálendið, þvottabrettisvegur, steinar, klappir og hryggir, spólað í 1. gír upp brekku:-)
En gamli, góði, trausti bílinn minn kemst allt og hefur aldrei bilað í ferðum um landið;-)
Eyðimerkurlandslag, jöklar, ár, urð og grjót, Skjaldbreið, gras, melar, hraun og mosi, bara geggjað:-)
Náði samt ekki myndum af jöklunum vegna þoku og rigningar...
Síðan var stoppað við Hraunfossa og Barnafoss, mjög fallegir fossar og orka í landslaginu, endilega kíkið þangað við tækifæri;-)
Síðasti stoppustaður var Reykholt, Snorralaug, leynigöng, kirkja og gamall heimavistarskóli..
og svo var keyrt í bæinn...
Myndir af þessu ferðalagi eru komnar á myndasíðuna...
Nóg um að vera í næstu viku: kertafleyting, gleðiganga, afmæli, hittingur á kaffihúsi og umræðufundur svo eitthvað sé nefnt;-)
Nóg af mér í bili..
Vona að þið eigið góða viku framundan;-)
Stubbaknús..
Sandra í sumarfríi...
Leiðsögn dagsins:
3.ágúst
Sem manneskjur, skulum við seilast út fyrir okkar smáa, takmarkaða sjálf og öðlast allt umlykjandi ástand, þar sem hjörtu okkar tengjast alheiminum.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home