Saturday, December 28, 2013

jólin

Hélt upp á aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar heima hjá Jóa, Láru og Gunnari ásamt mömmu, Gunna, Jón og Sif eins og undanfarin ár:-)
Áttum góða og notalega samverustund saman, borðuðum mjög góðan mat, hamborgarhrygg og meðlæti,  súpu, kaffi, konfekt og köku, höfðum gaman, opnuðum fullt af gjöfum og Gunnar var spenntari núna fyrir pökkunum heldur en áður enda orðin stærri núna:-)
Ég fékk mikið af flottum og góðum gjöfum, náttföt, bækur, krem, sápur, naglalakk, dagatal, skálar, könnur, jólaskraut, nuddbolta, kertastjaka, konfekt, bolla, myndavél, eyrnalokka, trefil og gjafakort:-)

Jóladagur var aðeins öðruvísi þetta árið þar sem að föðurfjölskyldan mín sem býr í Noregi, er hér heima um hátíðarnar í fyrsta skipti í mjög mörg ár.
Ég fór í kaffi og matarboð til þeirra fyrripartinn á jóladag, mjög gaman að hitta þau öll, opna pakka, hlæja og spjalla;-)
Við vorum 11 manns í þessu kaffiboði; ég, Katla systir, Sif systir, Bjarki bróðir, pabbi, Helga, Dúdda amma, Biggi frændi, Hanna, Árný mamma Hönnu, og Ellý mamma Helgu.
Ég átti með þeim  fjöruga og góða samverustund þennan dag:-)
Veislunni lauk um kvöldmatarleytið og þá sótti ég mömmu og við fórum í jólaboð til Jóa afa, hittum þar móðurfjölskylduna, fengum hangiket, jafning og meðlæti, ís, kaffi og konfekt, fínasta jólaboð, spjall og samverustund með ættingjum:-)

Annar í jólum voru rólegheit fram eftir degi, tók til, hékk í tölvunni, þvoði þvott og slappaði af. Um kvöldið komu Jói, Lára og Gunnar í mat, fengum gómsætan lambahrygg og meðlæti, ís, ávexti, kaffi, konfekt og heimabakaðar smákökur;-)
Notaleg og fín samverustund, fengum góðan mat og spiluðum svo öll saman Völuspá spil sem Jói kom með:-)

Í gær fór ég að vinna og svo beint í klippingu.
Helgin fer í rólegheit, afslöppun, lestur og náttafatakózý:-)
Á sunnudagskvöldið ætlum, ég, Jói, Lára og Gunni að fara í bíó að sjá Hobbitann 2:-)

Á mánudaginn er ég í vinnufrí og fer þann dag í kaffiboð til pabba og co, og svo kvöldmatarboð til mömmu ásamt Jóa, Gunnari og Láru, og svo verða rólegheit um áramótin:-)

Annars hef ég gert ýmislegt í desember, t.d. jólamatur í vinnunni, leynivinaleikur, farið í tvo jólasaumaklúbba, í annað skiptið var ég með jólakaffi fyrir stelpurnar hér heima í byrjun des, þar sem við skiptumst á pökkum, hlógum, höfðum gaman og fengum kaffi og veitingar, og í hinum saumklúbbunum ákváðum við að breyta til og hittast á kaffihúsi þar sem við skiptumst líka á gjöfum, kjöftuðum, höfðum gaman og drukkum kaffi:-)
Skemmtilegar stundir í góðra vina hópi:-)

Mamma átti stórafmæli 13. des og af því tilefni fórum ég, mamma, Lára, Gunnar og Jói út að borða á Kringlukránni og eftir matinn fór mamma, ég og Jói í bíó:-)
Fínasta kvöldstund  með fjölskyldunni, góður matur og skemmtileg grínmynd:-)

Nú svo voru jólin undirbúin, smákökubakstur, setja upp og skreyta jólatréð, margar búðarferðir að kaupa jólagjafir, pakka inn, skrifa og senda jólakort, vinna á Þorláksmessu, og við mamma fórum í heimsókn til afa með pakka og kort sunnudaginn 22. des og við komum í leiðinni við í kirkjugarðinum og settum kerti á leiðið hjá Kollý ömmu:-)

Læt þetta nægja í bili, óska ykkur gleði og gæfu um hátíðarnar og á nýja árinu og þakka fyrir allar samverustundinar, samtölin og samskiptin á árinu 2013:-)
náttfatakózýkveðja og risaknús..
Sandra lata:-)