Thursday, June 27, 2019

mætti

í vinnuna 11.júni eftir langt hvítasunnuhelgarfrí.
Við vorum á fundum og tiltekt til kl. 13:00 og hittumst svo í salnum kl. 13:00 til að kveðja skólastjórann...
Það var haldin smá ræða og við gáfum henni blóm og gjafakort:-)
Að þessu loknu héldum við að stað í vorferðina í æðislegu veðri, sól, hiti og smá vindur..
Fórum í rútuna og keyrðum til Þingvalla þar sem við fórum í piknikk, fengum veitingar í föstu og fljótandi formi og nutum þess að vera úti í þessu góða veðri:-)



Síðan héldum við áfram ferðinni, keyrðum í gegnum Grafninginn og næsta stopp var Ljósafossvirkjun..
Við kíktum á sýninguna þar, gaman að sjá hana:-)

Að lokum var haldið til Hveragerðis þar sem sumir fóru í sólbað í Lystigarðinum, aðrir fóru í gönguferð og einhverjir kíktu í búðir, ég fór í Álnavörubúðina og keypti mér þar strigaskó svipaða þeim sem ég á, því mig vantaði nýja:-)
Að loknum hittumst við á Skyrgerðinni þar sem áttum pantað borð, fengum ágætis hamborgara og áttum fína stund saman:-)
Fórum svo í bæinn um kl. 20:00 og kom ég heim um níuleytið, ánægð og pínu lúin eftir frábæran dag:-)

Vorum að vinna miðvikudag og fimmtudag við ýmis verkefni, t.d. taka til í bókageymslunni, ganga frá stofunum, færa húsgögn og dót á milli kennslustofa og hlusta á kynningar um ferðir og verkefni sem kennarar, stjórnendur og nemendur hafa tekið þátt í:-)
Fór svo í sumarfrí 14. júní.. 

Laugardaginn 15. júní var 30 ára afmæli Kvennahlaupsins og ég fór hér í Mosó í hlaupið eins og vanalega og var þetta í 10 skiptið sem ég tek þátt, gaman að því:-)
Hitti óvænt söngsystur mína úr kórnum og röltum við saman 5 km í frábæru veðri, sól og litlum vindi:-)
Kíkti til mömmu eftir hlaupið og tók því svo rólega þar sem eftir var dagsins:-)

Á sunnudeginum komu prinsarnir í heimsókn seinnpartinn þar sem Jói var að fara í  40 ára afmæli hjá vini  sínum..
Birgir var ekki alveg í stuði til að gista svo Jói kom seinna um kvöldið og sótti hann, en Gunnar vildi gista...
Þegar við vöknuðum daginn eftir var þoka og veðrið leit ekki alveg nógu vel út fyrir hátíðarhöld, en rétt eftir hádegið létti til og sólin lét sjá sig og hitastigið rauk upp og var geggjað veður þann daginn:-)

Feðgarnir komu um kl 13:00 og við kíktum á 17. júní hátíðina í Mosó, tókum þátt í skrúðgöngunni í fyrsta skiptið hér í bænum, Birgir var svo duglegur á hjólinu sínu í göngunni, við horfðum á skemmtiatriði, fengum okkur pulsu og strákarnir fóru í hoppukastala og við áttum góða stund saman:-)

Fimmtudaginn 20. júní tók ég þátt í miðnæturhlaupinu í Laugardalnum í flottu veðri, sólin lét sjá sig þegar við lögðum af stað og vindinn lægði:-)

Alltaf stemming að taka þátt í þessu hlaupi, var bara róleg núna og tók minn tíma í að fara 5 km, var aðeins lengur en í fyrra, var c.a. 53 mínútur núna, en það skiptir engu fyrir mig, bara taka þátt og hreyfa sig aðeins:-)

Í hádeginu daginn eftir komu Elín, Saga og Kia í heimsókn til mín:-)
Fengum okkur snúða, kleinur, kaffi og kókómjólk og spjölluðum um menn og málefni, menntamál, heilbrigðiskerfið og margt fleira, rifjuðum upp gamlar minningar og nýleg atvik og áttum góða stund saman:-)

 já, ég hef talað mikið um veðrið í þessum pistli, enda er búið að vera frábært veður síðan í maí, sól, mikill hiti og það er fyrst núna í þessari viku sem hefur komið rigning, ekkert yfir því að kvarta, vona bara að það sé ekki að breytast í rigningarsumar núna eins og í fyrra....

Annars hef ég bara verið róleg, glápt þó nokkuð á TV, farið í gönguferðir, kíkt á bókasafnið, farið í bæjarferð og á flóamarkað,  hangið í tölvunni, tekið til, skroppið í heimsóknir til mömmu og farið í klippingu...

Nóg í bili...
Sandra í sumarfríi..

Monday, June 10, 2019

Það

er búið að vera fínasta sumarveður í borginni undanfarnar vikur, sól, hitinn 5-17 stig, úrkomulaust og stundum smá vindur:-)

Við höfum notað góða veðrið og verið þónokkuð mikið úti með krakkana í útikennslu, í frjálsum leik, farið í gönguferðir, m.a. á róló og í Húsdýragarðinn og verið með útiklúbba í frístundinni:-)

Skólaslitin voru á föstudaginn og í þessari viku eru starfsdagar, fundir og frágangur og svo er ég komin í sumarfrí:-)
Á morgun vinnum við til hádegis og svo förum við í vorferðina sem verður fram á kvöld:-)

Það verða nokkrar breytingar á starfsliðinu næsta vetur eins og gengur í þessum geira og er m.a. skólastjórinn að hætta;-(
en vonandi tekur góður stjórnandi við starfinu...

Laugardagurinn 18. maí var fjölbreyttur og skemmtilegur í félagsskap fjölskyldu og vina:-)
Byrjaði á því að fara á útskriftar og lokatónleika Gunnars í gítarnáminu. Hann stóð sig mjög vel þegar hann spilaði einn á sviðinu ásamt kennararum 3 lög  fyrir framan hóp af áhorfendum, þ.á.m. var ég, Gunni, Jói og Lára og fékk svo afhent útskriftarskírteini:-)

Að tónleikum loknum fór ég í dansskóla í Síðumúlanum og hitti þar kórfélaga mína í miklu stuði í fjörugum hópdansi:-)
Ég skellti mér í fjörið og skoppuðum við um í c.a. klukkutíma og þá var ferðinni heitið til Begga og Pacasar í Garðabænum.
Við byrjuðum á að fara í flottan og fyndin þrauta-ratleik, okkur var skipt í hópa og svo hófst keppnin:-)
Síðan voru úrslitin tilkynnt, hlátur og fjör, síðan fínasti matur sem Pacas eldaði og eftir matinn tók við almennt fjör og kjánalæti, einhverjir horfðu á Evróvision og aðrir fóru í karókí, ég tók þátt í því og hafði gaman af.-)

Fólk byrjaði að týnast heim úr partýinu upp úr 23.00 og fór ég heim um 23:30, lúin og glöð eftir frábæran dag:-)

22. maí fórum við Heiður vinkona í bíó að sjá John Wick 3, fínasta spennumynd þar á ferð....

Í hádeginu á uppstigningardag fórum við Gunni í flottu veðri, sól og hita á ÍR völlinn til að sjá Gunnar á fótboltamóti og hittum þar Jóa, Birgi og Katrínu..
Víkingur, félagið sem Gunnar spilar með stóð sig vel, þeir unnu alla leikina og Gunnar varði nokkur skot:-)
Ég, Birgir og Gunni vorum á svæðinu í c.a. klukkutíma, horfðum á tvo leiki og fórum svo í Mosó  en Jói og Katrín voru áfram og svo komu þau ásamt Gunnari upp í Mosó rúmlega 15:00 þegar mótið var búið:-)

Helgina 1.-2. júní gistu bræðurnir hér, þeir komu seinnipartinn á laugardegi og voru fram yfir hádegi á sunnudag..
Við áttum góðar samverustundir þessa helgi:-)
Elduðum kvöldmat, fórum út að hjóla, horfðum á mynd og tókum því rólega..
Á sunnudeginum fórum við út á fótboltavöll hjá Varmárskóla þar sem við spiluðum fótbolta og gerðum markmannsæfingar og gengum svo að útileikvelli  með allskyns tréleikföngum sem var þarna nálægt:-)
Enduðum svo á KFC um hádegisbilið og Jói hitti okkur þar og svo fóru þeir feðgar um tvöleytið...



Á laugardaginn fórum við mamma í Kringluna til að reyna að finna skó fyrir múttu. Það byrjaði nú ekki vel, fórum í Ecco en fundum ekkert þar..
Fórum þá í aðra búð þar sem hún fann fína strigaskó og kíktum svo að gamni í Steinar Waage og fundum þar skó svipaða því sem hún var að leita að og tókum þá líka, svo við enduðum með 2 pör af skóm:-)

Rólegt í gær, fór í smá gönguferð og rétt eftir að ég var komin heim kíkti Jói í kaffi  og svo fórum, ég, Jói og Gunni að borða á Tommaborgurum, alveg ágætisborgarar þar:-)

Læt þetta nægja í bili, hafið það gott í sólinni og njótið vikunnar..