Monday, June 10, 2019

Það

er búið að vera fínasta sumarveður í borginni undanfarnar vikur, sól, hitinn 5-17 stig, úrkomulaust og stundum smá vindur:-)

Við höfum notað góða veðrið og verið þónokkuð mikið úti með krakkana í útikennslu, í frjálsum leik, farið í gönguferðir, m.a. á róló og í Húsdýragarðinn og verið með útiklúbba í frístundinni:-)

Skólaslitin voru á föstudaginn og í þessari viku eru starfsdagar, fundir og frágangur og svo er ég komin í sumarfrí:-)
Á morgun vinnum við til hádegis og svo förum við í vorferðina sem verður fram á kvöld:-)

Það verða nokkrar breytingar á starfsliðinu næsta vetur eins og gengur í þessum geira og er m.a. skólastjórinn að hætta;-(
en vonandi tekur góður stjórnandi við starfinu...

Laugardagurinn 18. maí var fjölbreyttur og skemmtilegur í félagsskap fjölskyldu og vina:-)
Byrjaði á því að fara á útskriftar og lokatónleika Gunnars í gítarnáminu. Hann stóð sig mjög vel þegar hann spilaði einn á sviðinu ásamt kennararum 3 lög  fyrir framan hóp af áhorfendum, þ.á.m. var ég, Gunni, Jói og Lára og fékk svo afhent útskriftarskírteini:-)

Að tónleikum loknum fór ég í dansskóla í Síðumúlanum og hitti þar kórfélaga mína í miklu stuði í fjörugum hópdansi:-)
Ég skellti mér í fjörið og skoppuðum við um í c.a. klukkutíma og þá var ferðinni heitið til Begga og Pacasar í Garðabænum.
Við byrjuðum á að fara í flottan og fyndin þrauta-ratleik, okkur var skipt í hópa og svo hófst keppnin:-)
Síðan voru úrslitin tilkynnt, hlátur og fjör, síðan fínasti matur sem Pacas eldaði og eftir matinn tók við almennt fjör og kjánalæti, einhverjir horfðu á Evróvision og aðrir fóru í karókí, ég tók þátt í því og hafði gaman af.-)

Fólk byrjaði að týnast heim úr partýinu upp úr 23.00 og fór ég heim um 23:30, lúin og glöð eftir frábæran dag:-)

22. maí fórum við Heiður vinkona í bíó að sjá John Wick 3, fínasta spennumynd þar á ferð....

Í hádeginu á uppstigningardag fórum við Gunni í flottu veðri, sól og hita á ÍR völlinn til að sjá Gunnar á fótboltamóti og hittum þar Jóa, Birgi og Katrínu..
Víkingur, félagið sem Gunnar spilar með stóð sig vel, þeir unnu alla leikina og Gunnar varði nokkur skot:-)
Ég, Birgir og Gunni vorum á svæðinu í c.a. klukkutíma, horfðum á tvo leiki og fórum svo í Mosó  en Jói og Katrín voru áfram og svo komu þau ásamt Gunnari upp í Mosó rúmlega 15:00 þegar mótið var búið:-)

Helgina 1.-2. júní gistu bræðurnir hér, þeir komu seinnipartinn á laugardegi og voru fram yfir hádegi á sunnudag..
Við áttum góðar samverustundir þessa helgi:-)
Elduðum kvöldmat, fórum út að hjóla, horfðum á mynd og tókum því rólega..
Á sunnudeginum fórum við út á fótboltavöll hjá Varmárskóla þar sem við spiluðum fótbolta og gerðum markmannsæfingar og gengum svo að útileikvelli  með allskyns tréleikföngum sem var þarna nálægt:-)
Enduðum svo á KFC um hádegisbilið og Jói hitti okkur þar og svo fóru þeir feðgar um tvöleytið...



Á laugardaginn fórum við mamma í Kringluna til að reyna að finna skó fyrir múttu. Það byrjaði nú ekki vel, fórum í Ecco en fundum ekkert þar..
Fórum þá í aðra búð þar sem hún fann fína strigaskó og kíktum svo að gamni í Steinar Waage og fundum þar skó svipaða því sem hún var að leita að og tókum þá líka, svo við enduðum með 2 pör af skóm:-)

Rólegt í gær, fór í smá gönguferð og rétt eftir að ég var komin heim kíkti Jói í kaffi  og svo fórum, ég, Jói og Gunni að borða á Tommaborgurum, alveg ágætisborgarar þar:-)

Læt þetta nægja í bili, hafið það gott í sólinni og njótið vikunnar..