Gunnar
okkar fermdist sunnudaginn 24.mars😀
Ég vaknaði snemma, sótti mömmu og við vorum komnar í Bústaðakirkju aðeins fyrir athöfnina sem byrjaði um 10:30..
Við sem vorum boðin í kirkjuna voru: Jói, Lára, Birgir, ég, Gunni, mamma, Jón pabbi Láru, Steini, Margrét dóttir Steina og Margrét mamma Steina .
Athöfnin var falleg, tók c.a. klukkutíma, hef ekki farið í svona athöfn í tæplega 30 ár og það hefur aðeins breyst athöfnin, t.d. voru 2 prestar og börnin lásu upp ritingargreinar, það var tónlist og ég og fleiri úr hópnum gengum til altaris með Gunnari...
Eftir athöfnina voru teknar myndir fyrir utan kirkjuna i góðu veðri og svo fór hluti hópsins heim og aðrir héldu í salinn til undirbúa veisluna.
Við komum í veisluna tæplega 15:00 og vorum þar í tæpa 3 tíma. Veislan gekk vel, það var fullt út úr dyrum af gestum, fjölskyldu og vinum, hlaðborð með alls kyns kræsingum, kransakökur, vefjur, kleinuhringir, smáhamborgarar, brauðtertur, rjómakaku, grillspjót, kaffi, gos, marsipantertur og rice krispies kaka og Gunnar var ánægður með daginn,
Já, flottur og ánægjulegur dagur í alla staði og gekk vonum framar😃
Páskafríið var fínt, fór aðeins í ræktina og sundlaugina, annars bara afslöppun og Jói og strákarnir komu í matarboð á föstudaginn langa...
Ég fór í kózýkvöld til vinkonu minnar 6. apríl, við fengum okkur Kínamat og horfðum á bíómynd..
Þann 12. apríl átti Gunni afmæli😏 og við héldum upp á það með því að fara út að borða með Jóa, Gunnari og Birgi. Eftir matinn kíktum við heim til Jóa, fengum kaffi og ís og svo kom Birgir með okkur upp í Mosó í gistingu en Gunnar var að fara í fótboltakeppni daginn eftir..
15. apríl var starfsdagur í vinnunni og það var fínasta hlaðborð sem ég og margir fleiri komu með veitingar á.
Jamm, gott að komast í helgarfrí og svo er nóg framundan næstu vikur, t.d. kóræfingar, tónleikar og vorferðir með vinnunni og kórnum..
Nóg í bili.. Sandra lata.
<< Home