Sunday, December 30, 2018

Mikið

stuð í gær og fínasta stemming:-)
Jói og strákarnir komu um tvöleytið, þeir léku sér á meðan Jói fór í búðarferð að kaupa síðustu gjafirnar og verið var að undirbúa matinn og síðan fóru þeir í sund.
Ég náði í mömmu um 5 leytið og við borðuðum rúmlega hálf sex, mjög góðan svínahamborgarahrygg með öllu tilheyrandi.
Strákarnir voru orðnir spenntir fyrir pakkahrúgunni sem lá undir trénu svo þeir fengu að opna einn fyrir matinn:-)
Við kláruðum að borða og svo tók pakkastuðið við:-)
Það var nú gaman að fylgjast með þeim opna og ég náði bara þónokkuð af ágætis myndum sem ég setti á myndasíðuna:-)

Síðan var farið að leika sér, vaskað upp og fengið sér kaffi þegar búið var að opna alla pakkana, sem tók nú ekki svo langan tíma:-)
Feðgarnir fóru um 9 leytið og ég skutlaði mömmu heim skömmu seinna..
Jamm svona voru jólin þetta árið..
Rólegt í dag og svo verðum við hjá Jóa og strákunum annaðkvöld í mat og einhverju stuði:-)

over and out
Sandra í jólafrí..

Tuesday, December 25, 2018

notalegt

aðfangadagskvöld í gær, borðuðum nautasteik og meðlæti, heyrðum í ættingjum heima og erlendis, fengum okkur kaffi og konfekt og opnuðum pakkana:-)

Ég fékk fullt af fínum gjöfum; herðanuddtæki, kertastjaka, dagatal, ilmkerti, veggmynd, leikhúsmiða, konfekt, peninga, lambahrygg, graflax, bíómiða, skurðarbretti og þrjár bækur:-)

Horfðum svo á bíómyndina Gestaboð Babette, yndisleg mynd sem ég sá fyrir mörgum árum, og drolluðum fram yfir miðnætti:-)
Rólegt í dag, ætlum að elda kalkún og meðlæti:-)

Gleðileg jól:-)

Sunday, December 23, 2018

gott

að vera komin í jólafrí:-)
Mikið um að vera þessa viku, rólegt á mánudaginn, á þriðjudag sáum við leikritið um Augastein í skólanum, á miðvikudaginn var stuttur dagur í skólanum, við fórum við með krakkana á aðventustund í kirkjunni og þegar við komum til baka var matur, smá leiktími og svo fóru eldri krakkarnir heim.
Það var jólamatur fyrir starfsfólkið í hádeginu og við fengum jólagjafir, lambahrygg, graflax og leikhúsmiða og frá frístundinni fékk ég bíómiða:-)
Yngri nemendur fóru í frístundina og ég var að vinna þar til 16:00.
Um kvöldið fóru ég, Jói, Gunnar og Gunni á bíómyndina Mortal Engines. Það var ágætis afþreying:-)
Jólaballið í skólanum var á fimmtudaginn, vann í frístundinni til 15:30 og fór svo beint í klippingu og litun og kíkti svo til múttu eftir það, var komin heim um 19:30 þann daginn... og komin í jólafrí:-)

Á föstudaginn hitti ég Heiði vinkonu í hádeginu á veitingastaðnum Rok á Frakkastíg, fengum okkur fínasta mat, spjölluðum og skiptumst á jólagjöf. Fórum síðan á Te og kaffi á Laugaveginum og fegnum okkur Grýlukaffi:-)
Eftir góða samverustund fór ég aðeins að útrétta og tók því rólega um kvöldið..

Í gær fórum við Mosóbúarnir í bæjarferð að kaupa í matinn og klára síðustu jólagjafirnar og síðan fór ég aðeins í Costco og keypti smotterí, kaffi, þvottaefni, handkrem og eitthvað fleira:-)
Á leiðinni heim kom ég við í kirkjugarðinum og kveikti á kertum á leiðinu hjá Kollý ömmu og Jóa afa..

Í dag fórum við Gunni í gönguferð, skoluðum af bílnum mínum og svo er bara verið að þvo þvotta og taka því rólega:-)

Það er spáð eldruðum jólum hjá okkur þetta árið,  svona er útlitið núna:

og svo er spáð roki og rigningu á morgun og hinn....

jæja, læt þetta duga í bili..
hafið það sem best um hátíðarnar..


 

Monday, December 17, 2018

Jæja

við skreyttum jólatréð, settum upp nokkrar jólaseríur og jólastyttur í gær, alltaf notalegt að fá jólaljósin og sérstaklega í þessu mikla myrkri sem er hjá okkur núna:-)
Hér er búið að vera ágætis veður, og spáð rauðum jólum; hiti, snjólaust, stundum rigning og rok og um daginn komu hér þrumur og eldingar, mjög langt síðan það hefur sést í borginni:-)
Er búin að kaupa allar jólagjafirnar, setja nokkrar aukagjafir undir tréð í Kringlunni sem fara til Mæðrastyrksnefndar og senda pakka til Norge:-)

 Lítið að frétta, en þó smávegis...
mikið um rólegheit og sjónvarpsgláp hjá okkur Gunna á kvöldin:-)

Fór með kórnum mínum að syngja nokkur jólalög í Bauhaus í endaðan nóvember:-)
30. nóv fór ég í jólamat með vinnufélögum, hittumst í sal á Hallveigarstöðum, fengum nóg af góðum jólamat, kökur og kaffi, skiptumst á pökkum, horfðum á skemmtiatriði og höfðum gaman saman:-)

1. des fóru, ég, Jói, Birgir, Lára, mamma og Jón á jólatónleika og jólaball hjá Gunnari og Suzukitónlistarskólanum.
Það var ágætis samverustund, flottir tónleikar, Gunnar stóð sig vel á gítarinum og við dönsuðum aðeins í kringum jólatréð með strákunum:-)

2. desember komu svo strákarnir í pössun hingað í Mosó...

4. desember fórum ég, mamma og Jói í jarðarför hjá Sif móðir hennar Láru. Gunni komst ekki vegna veikinda og Birgir var í leikskólanum en svo var náð í hann fyrir erfidrykkjuna. Gunnar var blómaberi, gekk fremst, stóð sig vel og hann hélt líka litla ræðu í erfidrykkjunni.

Laugardaginn 8. des komu strákarnir í heimsókn og gistingu, áttum góða stund saman og svo fóru þeir um kaffileytið á sunnudeginum með mömmu sinni...

Fimmtudaginn 13. des varð mamma sextug og af því tilefni fórum ég, Jói og mamma út að borða á jólahlaðborð á Reykjavík Resturant niðri í bæ, ágætis samverustund það kvöld:-)

Síðasti vinnudagur er núna á fimmtudaginn og svo gott jólafrí:-)
Ætla að hitta Heiði vinkonu mína á föstudaginn í smá jólagír, hittumst í hádeginu á veitingastað, fáum okkur aðeins að borða og skiptumst á jólagjöf:-)

Jamm, svona er nú lífið í Mosó þessa daganna...
Eigið góða viku...
Sandra lata:-)