Jæja
við skreyttum jólatréð, settum upp nokkrar jólaseríur og jólastyttur í gær, alltaf notalegt að fá jólaljósin og sérstaklega í þessu mikla myrkri sem er hjá okkur núna:-)
Hér er búið að vera ágætis veður, og spáð rauðum jólum; hiti, snjólaust, stundum rigning og rok og um daginn komu hér þrumur og eldingar, mjög langt síðan það hefur sést í borginni:-)
Er búin að kaupa allar jólagjafirnar, setja nokkrar aukagjafir undir tréð í Kringlunni sem fara til Mæðrastyrksnefndar og senda pakka til Norge:-)
Lítið að frétta, en þó smávegis...
mikið um rólegheit og sjónvarpsgláp hjá okkur Gunna á kvöldin:-)
Fór með kórnum mínum að syngja nokkur jólalög í Bauhaus í endaðan nóvember:-)
30. nóv fór ég í jólamat með vinnufélögum, hittumst í sal á Hallveigarstöðum, fengum nóg af góðum jólamat, kökur og kaffi, skiptumst á pökkum, horfðum á skemmtiatriði og höfðum gaman saman:-)
1. des fóru, ég, Jói, Birgir, Lára, mamma og Jón á jólatónleika og jólaball hjá Gunnari og Suzukitónlistarskólanum.
Það var ágætis samverustund, flottir tónleikar, Gunnar stóð sig vel á gítarinum og við dönsuðum aðeins í kringum jólatréð með strákunum:-)
2. desember komu svo strákarnir í pössun hingað í Mosó...
4. desember fórum ég, mamma og Jói í jarðarför hjá Sif móðir hennar Láru. Gunni komst ekki vegna veikinda og Birgir var í leikskólanum en svo var náð í hann fyrir erfidrykkjuna. Gunnar var blómaberi, gekk fremst, stóð sig vel og hann hélt líka litla ræðu í erfidrykkjunni.
Laugardaginn 8. des komu strákarnir í heimsókn og gistingu, áttum góða stund saman og svo fóru þeir um kaffileytið á sunnudeginum með mömmu sinni...
Fimmtudaginn 13. des varð mamma sextug og af því tilefni fórum ég, Jói og mamma út að borða á jólahlaðborð á Reykjavík Resturant niðri í bæ, ágætis samverustund það kvöld:-)
Síðasti vinnudagur er núna á fimmtudaginn og svo gott jólafrí:-)
Ætla að hitta Heiði vinkonu mína á föstudaginn í smá jólagír, hittumst í hádeginu á veitingastað, fáum okkur aðeins að borða og skiptumst á jólagjöf:-)
Jamm, svona er nú lífið í Mosó þessa daganna...
Eigið góða viku...
Sandra lata:-)
<< Home