Sunday, December 30, 2018

Mikið

stuð í gær og fínasta stemming:-)
Jói og strákarnir komu um tvöleytið, þeir léku sér á meðan Jói fór í búðarferð að kaupa síðustu gjafirnar og verið var að undirbúa matinn og síðan fóru þeir í sund.
Ég náði í mömmu um 5 leytið og við borðuðum rúmlega hálf sex, mjög góðan svínahamborgarahrygg með öllu tilheyrandi.
Strákarnir voru orðnir spenntir fyrir pakkahrúgunni sem lá undir trénu svo þeir fengu að opna einn fyrir matinn:-)
Við kláruðum að borða og svo tók pakkastuðið við:-)
Það var nú gaman að fylgjast með þeim opna og ég náði bara þónokkuð af ágætis myndum sem ég setti á myndasíðuna:-)

Síðan var farið að leika sér, vaskað upp og fengið sér kaffi þegar búið var að opna alla pakkana, sem tók nú ekki svo langan tíma:-)
Feðgarnir fóru um 9 leytið og ég skutlaði mömmu heim skömmu seinna..
Jamm svona voru jólin þetta árið..
Rólegt í dag og svo verðum við hjá Jóa og strákunum annaðkvöld í mat og einhverju stuði:-)

over and out
Sandra í jólafrí..