Sunday, December 23, 2018

gott

að vera komin í jólafrí:-)
Mikið um að vera þessa viku, rólegt á mánudaginn, á þriðjudag sáum við leikritið um Augastein í skólanum, á miðvikudaginn var stuttur dagur í skólanum, við fórum við með krakkana á aðventustund í kirkjunni og þegar við komum til baka var matur, smá leiktími og svo fóru eldri krakkarnir heim.
Það var jólamatur fyrir starfsfólkið í hádeginu og við fengum jólagjafir, lambahrygg, graflax og leikhúsmiða og frá frístundinni fékk ég bíómiða:-)
Yngri nemendur fóru í frístundina og ég var að vinna þar til 16:00.
Um kvöldið fóru ég, Jói, Gunnar og Gunni á bíómyndina Mortal Engines. Það var ágætis afþreying:-)
Jólaballið í skólanum var á fimmtudaginn, vann í frístundinni til 15:30 og fór svo beint í klippingu og litun og kíkti svo til múttu eftir það, var komin heim um 19:30 þann daginn... og komin í jólafrí:-)

Á föstudaginn hitti ég Heiði vinkonu í hádeginu á veitingastaðnum Rok á Frakkastíg, fengum okkur fínasta mat, spjölluðum og skiptumst á jólagjöf. Fórum síðan á Te og kaffi á Laugaveginum og fegnum okkur Grýlukaffi:-)
Eftir góða samverustund fór ég aðeins að útrétta og tók því rólega um kvöldið..

Í gær fórum við Mosóbúarnir í bæjarferð að kaupa í matinn og klára síðustu jólagjafirnar og síðan fór ég aðeins í Costco og keypti smotterí, kaffi, þvottaefni, handkrem og eitthvað fleira:-)
Á leiðinni heim kom ég við í kirkjugarðinum og kveikti á kertum á leiðinu hjá Kollý ömmu og Jóa afa..

Í dag fórum við Gunni í gönguferð, skoluðum af bílnum mínum og svo er bara verið að þvo þvotta og taka því rólega:-)

Það er spáð eldruðum jólum hjá okkur þetta árið,  svona er útlitið núna:

og svo er spáð roki og rigningu á morgun og hinn....

jæja, læt þetta duga í bili..
hafið það sem best um hátíðarnar..