Friday, June 17, 2016

Hæ, hó og jibbý jei

það er komin 17. júní:-)

Til hamingju með daginn Ísland:-)

Fór með nokkrum vinnufélögum á Reykjavík Escape eftir vinnu föstudaginn 3. júní.  Þá er hópurinn lokaður inni í herbergi og snýst þessi skemmtilegi hópeflisleikur um að finna vísbendingar og leysa þrautir og komast út úr herberginu á 60 mínútum:-)
Við náðum næstum því, hefðum þurft svona 5 mínútur í viðbót, þá hefðum við unnið leikinn:-)
Að leik loknum fórum við á Hamborgarafabrikkuna og höfðum gaman saman fram eftir kvöldi:-)

Hitti vinkonur mínar á kaffi Flóru eitt vorkvöld um miðjan mai, fengum okkur kaffi og köku og áttum fína samverustund:-)

Hef líka farið í bíó, gönguferðir og fleira....

Nú fer að styttast í sumarfríið, ætla að fara með vinkoum mínum í sumarbústað fyrstu helgina í júlí, en annars lítið planað:-)

Stefni á að hitta Ágústu frænku sem býr í Kanada og Elínu vinkonu sem býr í Finnlandi en þær koma báðar til landsins í júlí:-)

Annars gengur allt sinn vanagang og allt rólegt að frétta héðan:-)
Jói bróðir er núna í Frakklandi með vini sínum að horfa á fótboltaleiki á EM:-)

Eigið góða helgi og njótið sumarsins:-)