Sunday, August 31, 2008

Ég

er svo full af lífsgleði, jákvæðri orku, þakklæti, krafti, rósemi, sjálfstjórn, hamingju og innra jafnvægi þessa dagana:-)
og það er svo frábært og gaman að vera til:-)
Hef farið mikið á viðburði tengda búddismanum, tekið að mér að vera í ábyrgð, mætt á fundi, kyrjanir og fleira og get ekki beðið eftir haustnámskeiðinu okkar næstu helgi:-)

Það gengur vonum framar í vinnunni, og bekkurinn minn er frábær og yndislegur, þetta er eins og draumur í dós og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni...

Er líka byrjuð aftur í náminu og það fer hægt af stað, er að bíða eftir verkefnalýsingu fyrir fyrsta verkefnið...
Við hittumst tvær vinkonurnar í gær og vorum að ræða um námskeiðið og leggja drög að skipulagi fyrir veturinn.

Í gærkvöldi fór ég út að borða og svo í bíó með vinkonu minni.
Sáum ágætis dansmynd sem heitir "make it happen" en ég bjóst samt við meiru, en samt fínustu dansatriði inn á milli...

Fór á útsölumarkað hjá Zo-on í dag og fann fína flíspeysu, regnjakka og léttan hversdagajakka:-)
Mæli með að þið kíkið þangað á morgun ef þið getið, því þá er seinasti dagurinn...

Gæti talað í allt kvöld en það er búið að vera svo mikið um að gera, hitta vini og fjölskyldu, fara á fundi og bíó og vinna og læra og spjalla og fleira að ég læt þetta duga í bili;-)

Elska ykkur öll, vona að þið séuð ánægð og happy og heil heilsu;-)
Megið þið eiga góða viku...
Hópknús
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

29.ágúst

Veraldleg velgengni og góðar kringumstæður byggðar á heppni verða auðveldlega að engu. Þetta er jafn hverfullt og tálsýn. En ástand búddatignar, þegar því er náð, er aldrei hægt að skemma, ekki um alla eilífð. Við munum njóta tilveru sem er barmafull af góðri gæfu og ómælanlegri gleði æviskeið eftir æviskeið.