Sunday, November 27, 2011

falleg

róleg og skemmtileg helgi að baki.

Fór í Kringluna í gær til að kaupa nokkrar jóla, afmælis og leynivinagjafir:-)
Það er nefnilega leynivikaleikur í vinnunni í næstu viku;-)
var sem betur fer búin að skrifa lista og ákveða að mestu leyti hvað ég ætlaði að kaupa, en var samt um 3 tíma í búðarferð og var alveg komin með nóg þegar kaupum var lokið:-)
sumt á listanum var ekki til, eða þá að búðin sem ég ætlaði í var ekki lengur til og þá þurfti að hugsa upp á nýtt, en þetta gekk nú allt saman á endanum:-)
kom heim seinnipartinn, lagði mig, fékk mér að borða og horfði svo á nýjustu Transformers myndina á DVD, ekkert spes mynd það...

Í dag var svo fjölskyldan í forgangi:-)
fórum í heimsókn til Jóa, Láru og Gunnars og þaðan fórum við saman á Austurvöll til að sjá ljósin tendruð á jólatrénu:-)
Á eftir fórum við svo á kaffihús, fengum okkur að borða og hafa það notalegt saman:-)
yndislegar samverustundir með fjölskyldunni í dag:-)

Man eftir því að við Jói fórum sem börn að fylgjast með þessum atburði og þá voru jólasveinarnir aðalatriðið, en við nenntum ekki að bíða eftir þeim í dag enda orðin svöng og köld eftir útiveruna;-)

hafið það gott í vikunni og verið góð hvert við annað:-)