Friday, January 27, 2006

Alveg

hellingur að að frétta.
Fór á skemmtilegan og fræðandi umræðufund í vikunni þar sem við fjölluðum m.a. um vináttu, flutninga, ábyrgðir og fengum fréttir frá þeim sem fóru á námskeið erlendis:-)
Fór með bílinn í smurningu í dag, mér tekst alltaf að gleyma að fara á réttum tíma og fer því alltaf framyfir kílómetrafjöldann;-0
Amma mín átti stórafmæli í gær, varð 70 og því ákvað ég að kíkja til hennar beint eftir vinnu. Þar var nærfjöldskyldan samankomin og var gaman að hún amma skyldi vera umvafin ástvinum sínum þennan merkisdag:-) Amma mín er búin að vera mikið veik undanfarið og er við það að yfirgefa þetta jarðlíf södd lífdaga. Ég er búin að kveðja hana í hjarta mínu og vona að hún fái að fara bráðlega hægt og hljótt í svefni og þurfi ekki að þjást lengur.
Nemendur mínir eru búnir að vera duglegir og skapandi í vikunni. Við fengum elstu leikskólabörnin( þau sem eru að koma næsta haust) í heimsókn til okkar um daginn. Þau voru voða dugleg, unnu verkefni um furðuverur/geimverur sem komu flott út með 1. bekkjarkrökkunum, borðuðu nesti og fóru í frímó, mikið sport og upplifun hjá þeim:-)
Við í 1. bekk erum að kynnast lauslega öðrum trúarbrögðum og það er sko skemmtilegar kennslustundir :-) Um daginn kynnti ég fyrir þeim hindúatrú, við skoðuðum myndir í ýmsum bókum og svo fengu þau það verkefni að velja sér einhvern af þeim fjölmörgu guðum sem hindúar trúa á, og teikna á blað:-) Það var gaman að fylgjast með þeim í því verkefni, þau skoðuðu bækurnar og voru mislengi að velja sér. Það voru heilmiklar pælingar, hlátrasköll, umræður og fliss og sérstaklega fannst þeim fílaguðinn fyndinn:-) Þetta gekk nú allt á endanum og myndirnar þeirra urðu flottar.
Við erum líka að læra margt annað, t.d. eru þau mikið spennt fyrir sögunni "Iðunn og eplin" sem fjallar um Ásatrú og erum við að vinna skemmtilegt verkefni í kringum það.

Já, það er sko gaman að lifa og það gerist alltaf eitthvað nýtt, spennandi og skemmtilegt á hverjum degi:-)+
Er nú á leiðinni á stelpukvöld, ætlum að fá okkur gott að borða, kaupa snakk og kók, glápa á Idolið og kjafta frá okkur allt vit;-)
Njótið kvöldsins
Sandra