Thursday, October 23, 2008

Undirskriftarlisti

Yfir 20 þúsund undirskriftir á vef

Rúmlega 20.400 manns höfðu um klukkan 7:30 skráð nöfn sín undir þá yfirlýsingu á vefnum indefence.is, að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn.

Í yfirlýsingunni segir að með beitingu hryðjuverkalaga hafi Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, unnið landsmönnum mikið tjón sem kosti íslenskt efnahagslíf ómælda fjármuni. Brýnt sé að Íslendingar og íslensk stjórnvöld krefjist afturköllunar þessara aðgerða.

Auk þess að bæta nafni sínu á listann er fólk hvatt til að senda skilaboð til bresku ríkisstjórnarinnar í formi ljósmynda. Fyrirhugað er að afhenda breskum stjórnvöldum yfirlýsinguna og undirskriftarlistann í viðurvist fjölmiðla.

Indefence.is