æji
þetta eru nú ljótu hneyklismálin sem koma í fréttirnar dag eftir dag.
Ætli við fáum nokkuð úr lífeyrissjóðunum þegar við komumst á ellilaun, því þeir verða kannski farnir á hausinn vegna þeirrar fjárhættuspilamennsku sem þeir hafa stundað síðastliðin ár, með okkar peninga!
Ég er alvarlega að íhuga að segja upp samningi mínum um viðbótarsparnað hjá Kaupþingi vegna þeirra hneyklismála sem eru að koma í ljós á þeim bænum og færa mig á öruggari stað með viðbótarlífeyrissparnaðinn...
Nú svo er það málið með Stöð 2, hvað er að gerast þar innanhúss?
Sat hér heima á miðvikudagskvöldið og horfði á fréttir af mótmælum, og var hálf eirðarlaus. Hugsaði með mér, hey þetta er sögulegur atburður og ég verð að kíkja niðureftir og upplifa viðburðinn. Svo ég fór af stað, tók með mér dót til að skapa hávaða og þetta var mjög undarlegt en magnað að standa þarna fyrir framan Þjóðleikhúsið, lemja á flöskur í takt við 1500 manns, hrópa slagorð, horfa á bálið og vera með og horfa á. Sem betur fer fór allt friðsamlega fram, það voru mjög fáar löggur, sem stóðu upp við vegginn hinum megin við götuna og horfðu á og þurftu ekki að hafa afskipti af neinum...
Ég var þarna í c.a. klukkutíma og fór svo heim, rétt áður en fréttir bárust af ályktun fundarins.
Svo frétti ég seinna að það hefði allt orðið brjálað seinna um kvöldið.
En ofbeldi, óeirðir, vanvirðing og skemmdarverk eru ekki góð leið til að fá sínu framgengt og ég vona að þær aðgerðir séu hættar hjá þeim sem virðst fá útrás fyrir að skeyta skapi sínu á dauðum hlutum og öðru fólki...
Læt þetta nægja í bili af fréttum af ástandinu á Íslandi...
Er farin að læra og vinna verkefni sem ég þarf að skila um helgina....
Over and out
Sandra friðarsinni..
Leiðsögnin frá Ikeda
21.janúar
Mannkynið í dag skortir von og sýn á framtíðina. Það er af nákvæmlega þeirri ástæðu sem Bottisattvar Jarðar hafa komið fram. Án nærveru ykkar, væri framtíð mannkynsins föl og andleg hnignun ákvörðunarstaðurinn. Það er þess vegna sem þið hafið fæðst á þessum tímum og eruð nú að leika stórt hlutverk í samfélaginu. Þetta er inntak jiyu, eða “birtast upp úr jörðinni.” Þar af leiðir að þið munuð öll án efa verða hamingjusöm. Vinsamlega treystið því að þið munið lifa lífi sem er yfirfullt af góðri gæfu gegnum allar þrjár tilverur fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home