Monday, July 07, 2008

Mánudagur

svaf út í dag, dundaði mér hér heima fram yfir hádegi og fór svo af stað í útréttingar, t.d. fór með dót í Sorpu, keypti ryksugupoka, fór til mömmu og renndi upp í Háskóla Íslands til að fá nýtt notendanafn og lykilorð fyrir ýmisleg forrit sem þarf að nota í náminu (því nú er ég víst ekki lengur nemandi í Kennó), eftir sameininguna:-(

Á leiðinni heim seinnipartinn var ég að hugsa um hvað ég ætti að gera í kvöld, því það var margt í boði, t.d. ungmennafundur og danstími. Fyrst ætlaði ég á fundinn, svo hugsaði ég um danstímann(því það er langt síðan ég hef farið í ræktina), en þegar sólin braust fram úr þokunni, skýin hurfu og himininn varð heiðskær þá kom aðeins eitt til greina og það var tekin skyndiákvörðun..
Gat ekki hugsað mér að hanga inni svo að:
Upp á Esju skal það vera í þessu dásamlega veðri, nú var tækifærið, því ég ætlaði a.m.k. einu sinni í sumar á Esjuna:-)
Svo ég dreif mig heim, skipti um föt, setti nesti og dót í bakpoka(skildi reyndar myndavélina eftir) og brunaði af stað:-)
Rölti í rólegheitum upp í miðjar hlíðar, að gönguleið 3 og var þá komin með skammtinn af göngu, lit á andlitið og góðu veðri í þetta sinn:-)
Gangan upp og niður tók c.a. klukkutíma...

Svindlaði svo aðeins á leiðinni heim, því ég kom við á KFC og keypti kjúklingaborgara;-)

Lagðist svo í sófann og horfði á dansþáttinn..
og ætla nú að horfa á einhverja mynd sem er í sjónvarpinu...

Kveð í bili
Vona að ykkur líði vel..
Sandra sólarunnandi...

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
7.júlí

Mikilvægt er að hafa visku, seiglu og sjálfstjáningu, ásamt sterkum lífskrafti sem gerir þessa hluti mögulega. Búddismi er einbeittur ásetningur að sigra. Þetta er það sem Daishonin kennir. Þessvegna verður búddisti ekki sigraður. Ég vona að þið munið, í starfi ykkar og daglegu lífi, viðhalda árvökulum og sigursælum anda, kjarkmikil í gjörðum ykkar og sýna sigursæl raunverulega sönnun aftur og aftur.