Thursday, July 17, 2008

var

eitthvað að hanga í tölvunni og ákvað að búa til enn eina síðuna:-)
Þannig er að ég hef einstöku sinnum sett mataruppskriftir á þessa síðu, en
stundum er gott að vera pínu skipulagður og hafa ákveðna flokka á einum stað, og því bjó ég til litla síðu sem kallast tilraunaeldhúið:-)

Vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar og að þið finnið varanlega hamingju og innri frið( þ.e. hátt lífsástand) sem helst stöðugt í hvaða kringumstæðum og umhverfi sem er:-)

kveð í bili og vil enda á leiðsögn frá Ikeda sem að þessu sinni fjallar um lífsástand:

11.október
Það er mikilvægt að vera í nægilega háu lífsástandi til að geta tekið hverju því sem gerist í lífinu með jafnaðargeði, geta sett vandamál í rétt samhengi og leyst þau með jákvæðu hugarfari. Hamingjan sprettur fram frá svo sterku og allt-umlykjandi lífsástandi.