Wednesday, July 02, 2008

Hæ, hæ

yndislegu mannverur:-)
Hvernig gengur í daglega lífinu?
Það er allavega nóg um að vera hjá mér þessa dagana.

Á mánudagskveldið fór ég á frábæran og góðan umræðufund í hverfinu mínu, hlustaði á góða fræðslu, tók þátt í fjörugum umræðum og var með reynslu um vinnuna, þ.e.hvernig gekk að sækja um og fá nýja vinnu og hætta á gamla vinnustaðnum. Ég tók ákvörðun í vor um að breyta aðeins um umhverfi og prófa eitthvað nýtt og er að fara að kenna í 1. bekk í Foldaskóla í haust:-)

Um hádegisbil í gær kom vinkona mín í smá heimsókn og við vorum að vinna aðeins í því að reyna að fá svör við einkunnum og verkefnum í námskeiðunum í Kennó, sendum póst til kennaranna og fleira. Erum semsagt ennþá að bíða eftir lokaeinkunnum;-/

Gærkvöldinu eyddi ég svo í góðum félagsskap með þrem vinkonum mínum, Gyðu, Guðrúnu og Kristínu. Þessi hópur var bæði að vinna saman í Víkurskóla sem og læra saman og vinna verkefni í mastersnáminu:-)

Nú svo er það kvöldið í kvöld...
Þannig er að í vetur verður haldið svokallað 1.stigs fræðslupróf í búddismanum hér heima. Markmiðið með fræðslu fyrir þessi próf er að meðlimir hittist og dýpki trú sína saman. Mér bauðst að fara í prófið í fyrra, en treysti mér ekki þá. Þegar tækifærið kom aftur núna tók ég því og skráði mig og stefni á að fara í prófið í nóvember:-)
Öll fræðsla er af hinu góða og ef svo fer að ég komist ekki í prófið þá tek ég samt þátt í undirbúningum og fræðslunni...
Þannig að í kvöld er fyrsti undirbúnings- og fræðslufundurinn
og nú er bara að fara að læra heima;-)

Já, gaman að þessu öllu saman:-)

Kveð núna, er að fara í bæjarferð....
Elska ykkur öll og vona að þið séuð hamingjusöm og ánægð:-)
Hópknús
Sandra

Vil enda hér á leiðsögn um hamingjuna...

“Það er hjartað sem er mikilvægt” (WND, 1000).
Hamingjuna finnum við í hjarta okkar. Þeir sem finna til gleði og
eftirvæntingar gagnvart lífinu eru sigurvegarar. Þeir sem eiga
hjörtu sem eru sterk, vitur, hugrökk og mikilfengleg munu ekki
láta hugfallast við neinar kringumstæður.
Þetta er grunnurinn að sannri hamingju og Hið Leynda Lögmál
gerir okkur fær um að ná þessu .(Daisaku Ikeda)