Monday, July 21, 2008

flottur

og jákvæður dagur að kveldi kominn.

Hann byrjaði þannig að ég vaknaði snemma og klæddi mig því ég ætlaði að skutla einum úr fjölskyldunni í vinnuna, en rétt áður en við fórum út úr dyrunum hringdi samstarfsfélagi og bauð honum far, svo að ég fór bara aftur í náttfötin, lagðist upp í hlýtt rúmið og steinsofnaði;-)

Síðan vaknaði ég við það að síminn pípti, þannig að ég kíkti á skjáinn og sá nýtt SMS. Það var frá vinkonu minni sem býr í Finnlandi en í skilaboðunum stóð að hún og litli prinsinn væru núna á landinu, svo ég hringdi og við mæltum okkur mót á morgun;-)

Svo var ég eitthvað að letipúkast fram að kaffitíma, kyrjaði, hékk í tölvunni, spjallaði við vinkonur í símann og fór í sturtu.

Þá var komin tími til að fara aðeins út, og ég byrjaði á því að kíkja í heimsókn til mömmu, og hún sagði mér frekar jákvæðar fréttir;-)

Eftir að hafa kvatt mömmu fór ég að sækja Jóa og Láru og við fórum í tölvubúð og svo í Mosó, og þar uppgötvuðum við svolítið skemmtilegt og jákvætt;-)

Þannig var að fyrir nokkrum dögum fór talvan mín fór að láta undarlega, og kvartaði yfir því að ormar og vírusar væru að ráðast á kerfið;-(
Ég reyndi eitthvað að laga þetta en ekkert gekk...

Ég hafði smá áhyggjur að talvan myndi hrynja, eða gögnin tapast og því þorði ég ekki öðru en að slökkva alveg á tölvunni, láta hana eiga sig og bíða eftir að Jói gæti kíkt á þetta..
En á meðan hafði ég aðgang að annarri tölvu svo ég var ekki alveg sambandslaus...

Svo þegar við komum heim kíkti Jói á tölvuna og þá kom í ljós að öll gögnin voru á sínum stað og að þetta bögg var ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir að vera, sem var mikill léttir;-)

Að lagfæringu lokinni fóru Jói og Lára aftur niður í bæ, til að fá sér að borða og í bíó;-)

En nú er talvan mín komin með ný og betri varnarforrit, "böggið" var eyðilagt og allt er á sínum stað, og það er nú gott að geta aftur setið hér í herberginu mínu, dundað í tölvunni, hlaðið inn myndum, skoðað tölvupóst og fleira;-)

Jamm, margar litlar og góðar fréttir og ávinningar í dag hjá mér og mínum;-)

Ég vona að þið hafið líka átt góðan dag:-)

En að öðru:
Ég bakaði súkkulaðiköku með frekar þykku kremi fyrir afmælið mitt sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað að ég ákvað að skreyta hana svolítið með smartís.
Hugmyndin var að útbúa broskall á miðja kökuna svo ég skellti mér bara í verkið, en í miðri teikningu þá klikkuðu listhæfileikarnir og myndin breyttist aðeins;-)
En kakan varð samt mjög góð á bragið og var etin upp til agna;-)

og að sjálfsögðu tók ég mynd af öllu saman:

Ég setti fleiri myndir frá afmælinu á myndasíðuna...

En nú er ég að fara að leggja mig og býð ykkur góða nótt...
Sandra syfjaða.

Leiðsögnin frá Ikeda:

15.júlí

Hver er fjársjóður æskunnar? Það er barátta; það er erfiði. Ef þú átt ekki í baráttu, þá geturðu ekki orðið sannarlega sterkur. Þeir sem heyja baráttu í æsku sinni munu ekki hafa neitt að óttast þegar að því kemur að slá síðustu nóturnar í lífi sínu. Þeir munu öðlast æðislegt lífsástand sem stendur sterkt og óhagganlegt. Í búddismanum köllum við þetta lífsástand búddatign eða uppljómun, ástand sem ekkert getur grafið undan eða eyðilagt. Það er hugarástand sem hinir ósigrandi njóta.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda