Friday, July 04, 2008

Yndislegur

morgun að baki.
Vaknaði snemma í glaðasólskini, fór í sturtu, klæddi mig og keyrði svo á Þingvelli:-)
Og nú var myndavélin með í för;-)
Stoppaði fyrst augnablik við ferðamannamiðstöðina og tók nokkrar myndir. Keyrði síðan aðeins lengra og beygði inn við skilti merkt Öxarárfoss. Lagði bílnum og gekk svo út að Öxarárfossi. Þetta er mjög falleg leið sem endar við fossinn;-)
Kom svo að fossinum, klifraði upp á stein sem er á beint á móti og sat þar í rólegheitum, drakk í mig kraftinn, leyfði huganum að reika, kyrjaði og horfði dáleidd á fossinn, alein með náttúrunni:-)


Þetta er alveg dásamleg upplifun og ég mæli svo sannarlega með þessu:-)

Síðan gekk ég til baka, náði mér í kaffi í ferðamannasjoppunni og keyrði svo Nesjavallaleið til baka:-)

Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...

Já, það er nauðsynlegt að komast aðeins út fyrir bæinn og ganga aðeins um og upplifa flotta og kröftuga náttúru Íslands, og ég er svo þakklát fyrir að hafa fæðst hér á landi, og vil hvergi annarsstaðar búa:-)

Vona að þið eigið góða og yndislega helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)
Stubbaknús
Sandra

Leiðsögn dagsins á sínum stað:

4.júlí

Ég legg mikla áherslu á persónulegt frumkvæði. Kosen-rufu mun verða vegna hugrakks fólks sem af sjálfstæði og fúsum og frjálsum vilja leggur sitt af mörkum til að uppfylla heitið sem þau settu sér í fjarlægri fortíð. Af því að þau berjast af sínum vilja, kvarta þau ekki og sjá ekki eftir neinu. Því stærri hindrunum sem þau mæta, því meira hugrekki, visku og kraft munu þau senda út frá sér.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda