Thursday, May 21, 2009

Jæja,

elskurnar mínar, hvað segið þið gott í dag í þessu frábæra veðri:-)
Sól og sumar, hiti og fegurð undanfarna daga, fengið sér ís, sólbað, útivera, ritgerð kláruð, gönguferðir og ylur í sálinni, bara gott og þægilegt:-)

Fór í vorferð með skólanum í gær upp í Heiðmörk, gaman, mikið sungið, hlegið, leikið, borðað, spjallað og farið í sólbað, skemmtileg og róleg ferð og gaman að sjá aðra hlið á samstarfsfólkinu:-)

Fundur í kvöld, sameiginleg kyrjun um helgina, útskriftarveisla á laugardag, fræðslufundur í næstu viku og þarnæstu helgi, ásamt einhverju fleiru:-)

Margt gott að gerast í kringum mig, stórir og litlir sigrar, ávinningar og góðar fréttir hjá fólki mér nákomnu, m.a. er frændi minn að útskrifast sem stúdent og óska ég honum innilega til hamingju, lítil frænka er á leið í heiminn, og atvinnumál að leysast hjá vinum og vandamönnum:-)

Vona að þið hafið það gott og allt gangi vel:-)
Knús og kossar
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

21.maí

Við verðum að lifa af kraftmikilli og lifandi von. Ekkert er sterkara en vonin. Hið leynda lögmál er í sjálfu sér eilíf von. Hamingjan tilheyrir þeim sem örvænta aldrei, alveg sama hvað gerist.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

May 21

We must live with vibrant hope. Nothing is stronger than hope. The Mystic Law is itself eternal hope. Happiness belongs to those who never despair, no matter what happens.