Saturday, May 02, 2009

Skilaboð Ikeda forseta SGI á Soka Gakkai daginn 3.maí 2009

Skilaboð Ikeda forseta SGI á Soka Gakkai daginn 3.maí 2009
Göfugu vinir í SGI á Íslandi, mig langar að óska ykkur innilega til hamingju með þennan dýrðar dag 3. maí, dag Soka Gakkai sem einnig er Soka Gakkai mæðradagurinn til heiðurs öllum frábæru mæðrunum innan þessara samtaka!

Fyrir okkur í Soka-fjölskyldunni, þá er þessi dagur jafnmikilvægur og nýársdagur! Þetta er dagurinn til að setja sér nýja og kröftuga ásetninga og hefja leiðina að nýjum sigrum til að uppfylla okkar stórkostlega heit fyrir Kosen Rufu.

Í dag hefur alheims Kosen Rufu vaxið gríðarlega með útbreiðslu á tengslaneti SGI hreyfingarinnar sem stendur fyrir frið, menningu og menntun. Þetta er einungis ykkur að þakka, meðlimum SGI út um allan heim. Með aðdáunarverðu framtaki hafið þið af einlægni og þrautseigju öðlast traust og velgengni sem góðir borgarar í ykkar samfélögum.

Með því að tileinka okkur samband leiðbeinanda og nemanda í leit okkar að sem mestri velferð erum við jafnframt að skapa okkur ómælda ávinninga. Bæði Lótus sútran og Nichiren Daishonin staðfesta. Þið munið án efa njóta verndar hinna himnesku gyðja -öllum jákvæðu öflum alheimsins. Fjölskyldur ykkar og ástvinir munu einnig njóta mikillar gæfur líf eftir líf og afkomendur ykkar kynslóð eftir kynslóð munu lifa í vellystingum og velgengni.
Heimurinn er nú að ganga í gegnum erfiða fjármálakreppu með stórkostlegum áskorunum. En eftir því sem meira myrkur grúfir yfir samfélaginu, þeim mun bjartara skín ljós þessarar æðstu lífsheimspeki búddisma Nichiren Daishonin.

Eins og Daishonin segir: „Miklar hörmungar eru fyrirboði mikillar gæfu. Ef allur Jambudvipa (allur heimurinn) færi í mikla óreiðu eða kaos, er enginn vafi á því að þessi sútra mun breiðast þar út.“

Nichiren Daishonin hefur lofað því að þeir sem hafa hjarta ljónakonungsins munu öðlast uppljómun. Leiðbeinendur og nemendur innan Soka eru einmitt samansafn af fólki sem hefur óttalaust og ósigrandi hjarta ljónakonungsins.

Framfarir hvers eins og einasta ykkar hér inni, sem trúið á búddisma Nichiren Daishonin mun opna fyrir bjartari framtíð ykkar föðurlands. Ég vona að þið munið ávallt starfa saman af visku og í samhljómi, og hlýlega hvetja hvert annað og styðja.

Höldum ótrauð áfram í sannri einingu og háu lífsástandi þegar við stefnum í átt að 80 ára afmæli Soka Gakkao og 35 ára afmæli SGI árið 2010.
Við skulum stuðla að því að stærsta ósk mannkyns verði uppfyllt og skapa öld þar sem við lifum saman í friði, berum virðingu fyrir öllu lífi og öld sem einkennist af sigrum fólksins.
Ég og konan mín biðjum í einlægni fyrir heilsu og öryggi allra okkar dýrmætu meðlima og fyrir velgengni og vellíðan fjölskyldu þeirra og ástvina.
Bestu óskir um hamingju og stórkostlega sigra!
Vinsamlegast hugsið vel um ykkur!

3. maí 2009 Daisaku Ikeda
Forseti Soka Gakkai International