Sunday, May 17, 2009

helgin

var flott, yndisleg, falleg og skemmtileg:-)

Í gær tókum við Guðrún 5 tíma lærdómstörn og kláruðum lokaverkefnið í námskeiðinu sem við vorum í í vetur:-)

Þegar Guðrún var farin kíkti ég í búð og kaffi til mömmu, og fór svo heim og lagði mig aðeins fyrir Júróvisjonglápið:-)

Í morgun svaf ég út og vaknaði um 11 leytið. Fékk mér kaffi, kyrjaði, fór í sturtu, klæddi mig, fór upp í bílinn og keyrði af stað í góða veðrinu. Byrjaði á Þingvöllum, labbaði á uppáhaldsstaðinn minn, sat þar góða stund og labbaði til baka. Keyrði svo sem leið lá í átt að Selfossi, mjög falleg leið, framhjá Steingrímsstöð, Miðfelli, Búrfelli og fleiri stöðum;-)

Stoppaði augnablik í Hveragerði til að ná mér í kaffibolla, og renndi svo yfir Hellisheiði og framhjá Hafravatni.
Þá var bíllinn minn orðin frekar rykugur, svo ég fór á þvottaplan í Mosó, og á meðan ég var að þrífa og þvo hringdi Jói bróðir minn:-)
Hann var niðri á Austurvelli og spurði hvort ég vildi ekki koma og hitta sig:-)
Ég hélt það nú, hafði ekkert annað að gera, dreif mig heim til að skipta um bol, var orðin svo sveitt og heitt eftir góðan labbi og bíltúr í 20 stiga hita, og skellti mér í bæinn:-)
Við systkinin áttum góða samverustund í rúmlega klukkutíma, fengum okkur kaffi, nutum veðurblíðunnar og fögnuðum Jóhönnu og co, ásamt þúsundum annara í miðbænum:-)
já, góð helgi að baki og spennandi vika framundan:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

17.maí

“Ekki vera uppá aðra komin” – Það er mitt viðhorf. Hvert og eitt okkar þarf að styrkja og þroska sjálft sig af eigin rammleik. Við megum aldrei gefast upp fyrir neinum skaðvaldi eða erfiðleikum. Við verðum að vera óttalaus. Það er hinn sanni andi þess að treysta á sjálfan sig.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda