Frábær helgi
Gaman hjá mér og nóg um að vera.
á föstudaginn fór ég í klippingu og strípur og það kom flott út, fékk mér ljósar og koparrauðan lit í hárið:-)
Laugardagurinn var viðburðarríkur. Um 4 leytið fórum við Heiður vinkona niður í Ráðhús til að skoða og horfa á dansatriði hjá nemendum hennar:-)
Eftir það fór ég heim og dúllaði mér í nokkra tíma, puntaði mig og fór í betri fötin:-) Seinna um kvöldið fór ég svo heim til hennar þar sem við elduðum pitsu, fengum okkur að borða, horfðum á Evróvision og kjöftuðum til rúmlega 11:30. Þá var komin tími til að koma sér af stað á djámmið:-) Við kíktum á ágætis skemmtistað og dilluðum okkur í rúmlega tvo tíma, fínasta hreyfing það:-)
Í dag var líka mjög fínn dagur þar sem flest gekk að óskum. Ég renndi niður í Ráðhús rétt fyrir hádegi og kom mér fyrir í sýningarbásnum okkar. Fljótlega streymdi fólkið að á sýninguna og einnig komu fleiri úr mínum skóla. Hvatningaverðlaun voru veitt og fékk m.a. tónmenntarkennarinn hjá okkur verðlaun fyrir ákveðið þróunarverkefni:-)
Þegar líða fór að atriðinu okkar tóku krakkarnir og foreldrar þeirra að streyma að. Sum þeirra voru spennt og önnur kvíðin. En þeir stóðu sig frábærlega, vönduðu sig og hegðuðu sér vel þegar á hólminn var komið og atriðið gekk ansi vel:-) Þetta var mjög skemmtileg og fróðleg sýning og gaman fyrir þá sem starfa í grunnskólum að sýna öðrum hið fjölbreytta starf skólanna og líka hrós og hvatning fyrir nemendur til að gera vel og vanda sig og ennfremur er þetta mjög gott tækifæri og æfing fyrir þá til að koma fram fyrir aðra og sýna afrakstur vinnu sinnar:-)
Þegar vaktin mín var búin um 3. leytið rölti ég aðeins um og skoðaði betur hina básana, kíkti svo til mömmu í kaffi og endaði á því að fara til afa og var komin tími til því ég hef ekki haft hitt hann síðan í jarðarförinni.
Jamm þetta var skemmtilegir, fróðlegir, þroskandi og gefandi dagar:-)
Kveð í bili.
<< Home