Vellíðan
Mér líður vel þessa dagana og er í góðu lífsástandi, innri ró og fínu jafnvægi:-)
Það er svo gott að líða vel og geta tekist á við daginn með frið í sálinni, jafnaðargeði og með bros á vör;-)
Hjartans þakkir elsku Jói minn fyrir að hafa hjálpað mér af stað, stutt mig á leiðinni og ekki gefist upp:-)
Sem og allir aðrir sem hafa tekið svo vel og fallega á móti mér og hjálpað mér áfram:-)
Ég er svo innlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum búddisma og langar svo til að segja öllum frá þessari frábæru leið til að öðlast hamingju og frið.
Ég hef sagt nokkrum frá og það er alveg frábært hvað þeir eru opnir og jákvæðir gagnvart þessu:-)
En það eru svo margir sem eru að leita að hamingju í þessum hraða og grimma heimi..
Það hafa allir búddaeðli í sér, það þarf bara að finna og birta það:-)
Langar bara að deila þessu með ykkur núna..
Mig langar til að óska tveimur frábærum og yndislegum dömum til hamingju með afmælið:-)
Fyrri kveðjan er til þín Heba mín. Hjartanlega til hamingju með stórafmælið á föstudaginn. Vona að þú hafir fengið gjöfina frá mér og hafir átt góðan og skemmtilegan dag:-)
Seinni kveðjan er til þín Lára mín. Hjartanlega hamingjuóskir með afmælið á morgun. Þú færð gjöfina frá mér bráðlega:-) Vona að þú eigir góðan dag og gerir eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins:-)
Vil enda á fallegu og hvetjandi gullkorni eftir Jerome. K. Jerome sem er tekið úr bókinni"Gullkorn um vonina"
Hverja sekúndu hefst nýtt líf. Við skulum stefna til móts við það glöð í huga.
Áfram hlýtur leiðin að liggja, hvort sem við viljum eða ekki, og gangan verður auðveldari ef við kjósum að horfa fram á veginn í stað þess að vera sífellt að líta um öxl.
Vona að þið eigið góða viku framundan;-)
<< Home