Saturday, April 17, 2010

allt

í góðum gír hér í sveitnni:-)
ég vaknaði snemma í morgun og fór í sund, synti nokkrar ferðir og fór svo í nuddpottinn og gufuna, alveg æðislegt:-)

Annars gengur allt sinn vanagang, fór á laugardagskyrjun síðustu helgi, súpukyrjun síðasta sunnudag og góðan ungrakvennafund í gærkvöldi:-)
Fór í starfsmannaviðtalið í gær og það gekk vel:-)
Nú stefnir allt í að ég nái að útskrifast í febrúar, þarf bara að taka eitt skyldunámskeið í haust og þá á þetta að vera komið í bili:-)

Hef ekki mikið að segja um þetta gos sem er í gangi, þetta er náttúrulega hrikalegt og ekkert annað að gera en að vona það besta og kyrja fyrir landi og þjóð.. en ég þakka fyrir á meðan Katla sefur, legg ekki í það ef hún byrjar að gjósa, úfff...

Nóg í bili..ætla að halda áfram með ritgerðina ógurlegu:-)
Vona að þið eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Vil líka óska Hlyn frænda til hamingju með fermingardaginn:-)
Hópknús og kossar..
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

13.apríl

Það getur einfaldlega ekki orðið neitt ósvikið lýðræði nema þegnar hvers lands geri sér grein fyrir að þeir eru ótakmarkaðir, að þeir eru aðalpersónurnar, og þá, með visku og sterkri ábyrgðartilfinningu gangi þeir til verks byggt á þeim skilningi. Lýðræði nær ekki tilætluðum árangri nema fólkið vakni til vitundar um að það sjálft verði að öðlast meiri vitneskju og láta sig málin varða, nema þau sameinist, nema þau komi á fót ósigrandi liðsafla fyrir réttlæti og hafi eftirlit með verkum hinna valdamiklu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda