Friday, June 19, 2020

notalegt

að vera í sumarfríi..
Hef farið í gönguferðir, legið í sófanum og glápt á sjónvarpið, kíkt til mömmu í kaffisopa, farið til tannsa og sofið út:-)
Veðrið hefur verið ágætt og skipst á sól, hiti, vindur, rigning og logn...

Það var lítið um hátíðarhöld á 17. júní vegna veirunnar.
Ég var bara heima í rólegheitum að glápa á TV þann dag, þegar Jói bróðir kom í heimsókn í hádeginu og bauð mér í lítið ferðalag í góða veðrinu:-)

Við byrjuðum á að keyra veginn um Uxahryggi og Kaldadal..


fórum svo í Húsafell að hitta Gunnar og Birgir sem voru þar í sumarbústað með mömmu sinni...


og enduðum á að kíkja á Hraunfossa á leiðinni í bæinn..


Vorum komin í bæinn um kvöldmatarleytið og áttum fínustu samverustund á þjóðhátíðardaginn:-)

Það var dálítið sérstakt að ferðast á þessa staði og sjá hvergi rútur eða fullt af ferðamönnum, svona svipað eins og í gamla daga😉

Þann 15.júní var slakað enn frekar á samkomubanni, nú mega 500 manns koma saman og engar hömlur á fjölda fólks í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.

Einnig var slakað á ferðatakmörkunum til landsins, og eiga farþegar kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar.
Landamæri Íslands eru nú opin íbúum og ríkisborgurum EES og Sviss en Ísland fylgir ferðatakmörkunum á ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem nú eru í gildi til 1. júlí 2020..

Nú þegar hafa 8-9 ný smit komið upp og af þeim eru 3 lögreglumenn sem höfðu afskipti af hópi erlendra búðarþjófa og glæpamanna sem komu til landsins í byrjun júni en 2-3 einstaklingar í þeim hópi voru smitaður af covid;-(

Jamm, þetta lítur ekki vel út og er spurning hvernig þetta fer, það verður bara að vona það besta, en ég er allavegna farin að nota aftur einnota hanska þegar ég fer í matarbúð.

Í næstu viku fer ég til tannsa og ætla líka að hitta Heiði vinkonu mína á kaffihúsi á föstudaginn:-)
En annars lítið um vera, bara slaka á og njóta þess að vera í sumarfríi:-)

Nýjustu tölur af Covid.is:
Staðfest smit:1819 manns, 8 eru í einangrun, engin á spítala, 1801 hafa náð bata, 501 eru í sóttkví, 22.069 hafa lokið sóttkví og 66.542 sýni hafa verið tekin....

Nóg í bili, njótið sólarinnar og eigið góða helgi...
Sandra lata:-)