Mótmælaganga
Boðað hefur verið til mótmæla í miðborg Reykjavíkur, þriðja laugardaginn í röð. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 14:00 og þaðan gengið niður á Austurvöll. Slagorð þeirra mótmæla er Nýir tímar og eru skilaboðin þau að ríkisstjórnin eigi að víkja og kosningar verði haldnar. Að göngu lokinni hefst dagskrá á Austurvelli um klukkan 15:00 þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Pétur Tyrfingsson, Óskar Ástþórsson leikskólakennari, Katrín Baldursdóttir listakona, Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Lárus Páll sjúkraþjálfari, ásamt fleirum.
<< Home