Vetur
í dag er 1. vetrardagur og ótrúlegt en satt þá snjóaði hér áðan í sveitinni;-0
Frábær fundur með góðu fólki hér heima á fimmtudaginn :-)
Skemmtileg bíóferð með vinkonu minni í gærkvöldi;-)
Góður dagur í dag.
Svaf út, fékk mér kaffi, las blöðin, og kyrjaði.
Var á leiðinni í sturtu og svolitla bæjarferð þegar ég fékk símtal um ákveðið mál sem kom mér að óvörum og dálítið uppnám.
Skellti mér í sturtu, og fór svo beina leið til að ræða við viðkomandi aðila svona til að klára málið sem símtalið snerist um.
Sá fundur endaði mjög vel, allir aðilar voru ánægðir með niðurstöðuna og sáttir. En ekki nóg með að sátt náðist heldur komu fram meiri og stærri ávinningar en búist var við. Gott að geta breytt eitri í meðal:-)
Eftir þetta allt saman fór ég í búðir og markaði, og keypti sitt lítið af hverju..
Hef ekki meira að segja í bili svo ég óska ykkur bara góðrar viku og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
25.október
Það er hið beitta sverð hins leynda lögmáls og hinn mikli kraftur trúar sem gerir okkur kleift að sigrast algjörlega á hlekkjum þjáninga.
Þess vegna, vil ég gera það alveg ljóst að til að tryggja algjört frelsi og hamingju, megum við alls ekki vera huglaus, sérstaklega í trú.
<< Home