Monday, October 01, 2007

Haustnámskeið

Dásamlegt að komast út fyrir bæinn í sveitina, í kyrrð og ró, ekkert net eða gsm samband, út úr áreitinu og stressinu. Frábært umhverfi með mikilli náttúrufegurð og litadýrð.



Vera eina helgi með 70 frábærum og yndislegum búddistum, fá góða fræðslu, heyra hvetjandi reynslur, leiðsagnir og flotta fyrirlestra, styrkja vinasambönd og eignast nýja vini, hitta suma sem ekki hafa sést lengi.
Kröftug kyrjun, góður matur, horfa og taka þátt í skemmtilegri kvöldvöku, þar sem mátti m.a. sjá og heyra: Súperman, ljón, bangsa, konu með regnhlíf, hljómsveit, söng og gítarspil, ljóðalestur, sögustund, rímur, leikrit, brandara, klapplag og margt fleira:-)
Spilakvöld í góðra vina hópi, Popppunktur spilaður út í eitt, hópfundir, afslöppun, kraftur, vinátta, fræðsla, kyrjun, gleði, skemmtun, rólegt og einlægt samtal, uppörvun, ábyrgð, hugrekki, vinna á eigin göllum, gott og afslappað andrúmsloft:-)
Mjög vel heppnað námskeið:-)
Líður vel núna, er róleg og sterk.

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru töffara:
28.september

Trú táknar að við leggjum fram hundrað prósent viðleitni sjálf – þegar við gerum daimoku og í því sem við framkvæmum. Þegar við iðkum á þennan hátt, munu hinir búddísku guðir veita okkur vernd sína. Við megum ekki hafa sjálfsánægt, skilyrt viðhorf í trú, kyrja óskipulega án ákveðina markmiða í þeirri trú að við verðum sjálfkrafa vernduð. Styrkur staðfestu okkar og óhagganleg skapgerð eru mjög mikilvæg. Þeir sem búa yfir þessum eiginleikum eru ekki eftirbátar neins í trú.