Húrra!
húrra! Já lífið er leikur og leikur er kveikur að lukku, tralala.
Þetta er textabrot úr Húrrakórnum, mjög skemmtilegt, kröftugt og fjörugt lag sem við erum að æfa;-)
Ég fór loksins á kóræfingu í gær, það var alveg dásamlegt og eins og að koma heim:-)
Ég hef undanfarna vetur verið raddformaður í altinum og staðan beið mín ennþá og tók ég þá ábyrgð að mér með glöðu geði..
Er að fara á kaffihús á eftir að hitta Ármúlagengið,
svo er fundur hér heima annaðkvöld og svo er bara aftur komin helgi;-)
Annars allt ágætt, ástandið er aðeins að skána og ávinningar að koma eftir miklar hindranir...
Enda á leiðsögn frá Ikeda:
10.október
Það skiptir ekki máli á hvaða sviði, haltu bara áfram að vinna að þinni persónulegu byltingu til að umbreyta og bæta sjálfa þig á þann hátt sem er þér eðlilegastur.
Það mikilvæga er að þú breytist á jákvæðan hátt. Það er sannarlega ekkert betra en líf þar sem maður skrifar sína eigin einstöku sögu um manneskju byltingu á hverjum degi. Og vöxturinn og umbreytingin sem við náum á þennan hátt getur sanfært fólk um ágæti Búddisma Daishonin mun betur en nokkuð annað.
Adios
Sandra
<< Home