Sunday, January 01, 2012

Góða

kvöldið og gleðilegt nýtt ár:-)

Átti góðan dag, svaf loksins út og vaknaði rétt yfir hádegi..
Tók því rólega, fékk mér kaffi og brauð, hékk í tölvunni, þreif sorpgeymsluna, þvoði þvott og glápti á TV:-)

Um fimmleytið fór ég úr náttfötunum, fór í sturtu og klæddi mig í skárri föt.
Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn komu svo um sexleytið til okkar.
Við borðuðum saman góðan mat, lambalæri með tilheyrandi meðlæti, ís, kaffi og konfekt, spjölluðum, slöppuðum af, horfðum á sjónvarið og áttum góðan tíma saman:-)

Gunnar var kátur og lék sér í bílaleik á milli þess sem hann knúsaði okkur, horfði á bíla í tölvunni og sagði okkur frá því sem hann var að gera og upplifa:-)
Hann er svo duglegur og flottur strákur, blíður og góður, talar mikið og skýrt, hleypur, dansar, bakkar, hoppar, dundar sér, fylgist vel með og svo margt fleira:-)

Tók nokkrar myndir frá kvöldinu..

svo er bara vinna á morgun, jólafríið búið og rútínan tekur við;-0

nóg í bili frá mér, óska ykkur góðrar viku og vil enda á leiðsögn frá Ikeda..

1.janúar

Þeir sem vakna hvern morgun og hafa verk að vinna og ætlunarverk til að uppfylla eru hamingjusamastir allra. Þannig eru SGI meðlimir. Fyrir okkur er hver dagur, dagur æðsta tilgangs og fullnægju. Fyrir okkur er hver dagur nýjársdagur. Vinsamlega leggið ykkur fram til hins ýtrasta með þeim ásetningi að lifa hvern dag til fulls, svo þið megið skrifa dagbók lífsins til fulls.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda