Helgin
Búið að vera mikið af viðburðum þessa helgina. Á föstudaginn fórum við á Þingvelli 5 kennarar og 1 stuðningsfulltrúi með u.þ.b. 70 börn. Ferðin gekk glimrandi vel þrátt fyrir dálítinn kulda, sól, mikinn vind og moldrok þegar við gengum í gegnum Almannagjá!
Nemendurnir voru duglegir, þægir og áhugasamir og fengu mikið hrós frá leiðsögumanni okkar:-). Við gengum um staðinn og enduðum á að grilla og fara í leiki. Á leiðinni heim keyrðum við í gegnum Grafning og það fannst þeim mikið sport að fara upp og niður allar bröttu brekkurnar:-)
Í gærkvöldi brunaði ég á Selfoss í Evrovision og innflutningspartý. Það var rólegt og skemmtilegt og höfum við gellurnar mikið gaman af keppninni og hlógum mikið að búningum, lélegum söng og hallærislegum atriðum:-) Svo keyrði ég aftur heim upp úr miðnætti, fékk mér einn öl og fór svo í bælið.
Nú svo að lokum bauð frænka mín mér á tónleika hjá kórnum hennar í dag og er ég nýlega komin heim af þeim. Tónleikarnir tókust vel og voru hin fínasta skemmtun.
Endaði svo helgina á því að taka þátt í grillveislu með fjölskyldunni.
Að lokum vil ég þakka öllum sem ég hitti og skemmti mér með um helgina.
Takk fyrir mig:-)
<< Home