Monday, May 30, 2005

Allt

og ekkert að gerast. Í vikunni hitti litlu krílin sem ég mun kenna næsta vetur. Þau eru algjörar dúllur:-) Sum voru feimin og héldu fast í mömmu, og önnur voru opin og frökk og sögðu okkur heilmikið. Gaman að fá að hitta þau núna og kynnast aðeins, maður sá sko strax karaktera hjá þeim:-) Já þið lásuð rétt, ég verð sko með 1. bekk næsta vetur. Ef maður gengur bara ekki í barndóm!!
Ég mun auðvitað sakna krakkanna minna sem ég er með núna en svona er lífið, margt fer öðruvísi en ætlað er. En við munum þó hittast á göngunum:-)
Í gær var vorhátíð hjá okkur í skólanum. Það var rosa gaman og gekk vel, grillaðar pulsur, skrúðganga, leikir, skemmtiatriði, sýning á verkum nemenda o.fl.
Rosa stuð:-)
Í næstu viku verður svo útikennsla, leikir, vettvangsferðir, skólagarðar og fleira skemmtilegt, og svo skólaslit á föstudaginn. Skólaárið er barasta búið svona 1,2 og 3!! Jamm þetta var sko fljótt að líða enda skemmtilegt starf og mikið að gera hjá okkur.
Fór í Kolaportið í dag og fann dvd á útsölu. Keypti mér nokkrar,þ.á.m. Leon, þá stórkostlegu ræmu og Grease orginal, skyldueign:-) báðar tvær. 800 kall stykkið.
Svo voru líka myndir á 300kall, allt ónotaðar.
Jamm, er núna að klára vitnisburð nemenda sem þarf að skila inn á morgun. Er alveg að verða búin og mikið verð ég fegin þegar ég klára umsagnirnar, það er nefnilega slatti mikil vinna.
Kveð í bili