Sunday, June 28, 2009

Sunnudagur

rigningarúði, logn og hiti:-)

já, tíminn líður svolítið hratt og alltaf nóg um vera:-)
Hef verið að dunda mér að taka afrit af tölvugögnum og er ég að taka afrit af blogginu mínu þessa dagana:-)
Þetta tekur allt sinn tíma, afrita, líma inn i Word og svo framvegis,-)
ég er búin að taka afrit af öllum myndunum mínum og það tók sko tíma og reyndi á þolinmæði og skipulag:-)

Ég er líka búin að vera dugleg í leikfimi og að hreyfa mig:-)
Í gær tók ég daginn snemma, fór í Hafnarfjörð á kyrjun milli 10:00 og 12:00 og eftir kyrjun var þrifadagur í Jaðarleikhúsinu þar sem við höldum laugardgskyrjanir. Kom svo við í kaffisopa hjá mömmu, fór heim og hvíldi mig aðeins fyrir kvöldið:-)
Í gærkvöldi var stelpukvöld, vídjógláp og spjall hjá Gyðu og eftir það fórum við Heiður niður í bæ að dansa:-)
Kom heim um 3 leytið, ánægð og þreytt eftir skemmtilegan og fjölbreyttan laugardag:-)

Rólegt í dag, stefni á bíóferð í kvöld, á morgun er sjálfsvarnarnámskeiðið og framundan í vikunni er m.a. tími í klippingu, saumó, búddistanámskeið, fræðslufundur og Kosen-Rufu gongyo á sunnudaginn:-)

Hafið það gott í sumri og sól:-)
Risaknús og hamingja til allra:-)
Adios
Sandra sumarstelpa...

Leiðsögn dagsins á sínum stað:

28.júní

Í ritinu "Record of The Orally Transmitted Teachings (skráðar munnmæla kenningar)," segir Nichiren, „Þú ættir að líta á hindranir sem mæta þér sem sannan frið og huggun“. (Gosho Zenshu, p.750). Þú undrast kannski hvernig það að horfast í augu við hindranir geti verið uppspretta friðar og huggunar. En sannleikur málsins er að með því að berjast við og yfirvinna erfiðleika, getum við umbreytt hlutskipti okkar og öðlast uppljómun. Að mæta mótlæti óhræddur, stendur því fyrir frið og huggun.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

In the "Record of The Orally Transmitted Teachings," the Daishonin says, "One should regard meeting obstacles as true peace and comfort" (Gosho Zenshu, p. 750). You may wonder how encountering obstacles could be a source of peace and comfort. But the truth of the matter is that through struggling against and overcoming difficulties, we can transform our destiny and attain Buddhahood. Confronting adversity, therefore, represents peace and comfort.