átti
mér lítinn draum um að þurrka fötin mín úti, eins og var alltaf gert í sveitinni og fá góða sumarsól og útilykt í fötin:-)
Fór því í Rúmfatalagerinn í gær, keypti þurrkugrind, setti hana upp á svölunum og hengdi upp fötin:-)
Í gærkvöldi kom hinsvegar þoka og rigning og því tók ég fötin inn og hengdi upp inni í þvottahúsi, en svo var komin sól í morgun. Því gerði ég aðra tilraun í dag, þvoði föt og hengdi þau upp úti í sól og logni:-)
Finnst róandi og gaman að kíkja út á svalir og horfa á fötin hreyfast örlítil til í smágolu og finna góðu lyktina:-)
Síðastliðin mánudag átti ég fallega og notalega samverustund með fullt af fólki í Hallgrímskirkju á samtrúarlegri friðarstund að frumkvæði biskups Íslands þar sem Dalai Lama hélt erindi og fulltrúar frá ýmsum trúfélögum voru með kynningu og lásu úr helgiritum:-)
Má þar nefna: SGI á Íslandi, Ásatrúarfélagið, Félag Múslima á Íslandi, Kaþólska kirkjan og Bahaí:-)
Það var talað á nokkrum tungumálum: íslensku, ensku, arabísku og þýsku:-)
Þettta var góð og mögnuð upplifun og þeir sem vilja hlusta geta smellt á eftirfarandi slóð:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/01062009_dalai_lama_i_hallgrimskirkju.mp3
Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að fara og hlusta á og sjá Dalai Lama ásamt því að upplifa að fulltrúar frá mörgum trúarfélögum og trúarbrögðum hafi sameinast á einum stað:-)
Þetta er falleg og friðsamleg upplifun sem gaman er að eiga í minningarbankanum:-)
Í dag er góður, sólríkur og fallegur dagur sem var nýttur vel:-)
Fór í morgun inn í Hafnarfjörð á kyrjun sem var til hádegis og þá tók verkefnið "umhverfisvaktin" við:-)
Það er tímabundið verkefni sem SGI var boðið að taka þátt í, og gengur út að að týna rusl og hreinsa ákveðið svæði í Hafnarfirði:-)
Við vorum nokkur fjölmennur hópur sem fórum á svæðið í kringum Setbergsskóla og Hlíðarhverfið og vorum í góðan klukkutíma í gönguferð í sól og sumaryl að týna rusl:-)
Nú er ég nokkuð útitekin og meira að segja komin með freknur á ennið;-)
Jæja krúttin mín, læt þetta nægja í bili:-)
Vona að ykkur líði sem allra best, eigið góða daga og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Sólarkveðja
Sandra
Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
6.júní
Vísindin eru byggð á tilraunum og raunreynslu. Þú framkvæmir próf eða tilraun og fylgist svo með útkomunni. Búddismi Nichiren Daishonin, líkt og vísindin, kennir að ekkert er betra en sönnun. Í þessu tilliti, stendur þessi trú ein meðal annara trúarbragða heimsins. Ég vona að á hverju ári munirðu vinna að því að sýna fram á sigur í búddismanum og þínu eigin lífi. Munið ávallt að slík sönnun er til marks um sannan sigurvegara.
1871: fæðingadagur Tsunesaburo Makiguchi, fyrsta forseta Soka Gakkai.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
June 6
Science is based on tested proof or empirical evidence. You conduct a test or experiment and then observe the results. Nichiren Daishonin's Buddhism, similarly, teaches that nothing beats actual proof. In this regard, it stands alone among the religions of the world. I hope that each year you will strive to show clear proof of victory in Buddhism and your studies. Please always remember that showing such proof is the mark of a true successor.
<< Home