Tuesday, June 30, 2009

Fleiri

gamlar færslur:-)

24. maí 2002

Í dag er rigning. Ég ætla að skreppa í bókasafnið og ná mér í spólur ef mér líst á þær. Í gær var yndislegur dagur. Það var engin rigning og 13 stiga hiti. Sólin var á bak við skýin en samt svo heitt og milt.
Ég hjólaði í skólann, skilaði inn valinu fyrir næsta misseri og náði í verkefnin úr hópefli. Svo hjólaði ég heim. Síðan hjólaði ég í sund og lá þar í sólbaði í pottinum eins og skata. Sólin er oft sterkust þegar hún er á bak við skýin og því náði ég mér í smá lit. Svo hjólaði ég heim og er núna að drepast úr harðsperrum. Gott að hreyfa sig svona, svitna og finna fyrir líkamanum.
Annars er lítið að frétta. Þarf að undirbúa mig undir morgundaginn og lesa þessar leiðbeiningar.
Var að lesa skrýtna bók sem heitir Örendirnar. Frekar djúp og ljót bók um úrkynjun mannkynsins í dag. Þvílíkar pælingar. Skrýtið hvernig mannshugurinn vinnur. Skildi ekki allt í þessari vísindapælingu.
Ég er að brjálast yfir því að bíða eftir íslenskueinkuninni. Ég er svo óþolinmóð, langar svo að vita einkunina.
Fór í klippingu í dag. Þvílíkur munur að losna við þennan lubba. Ætla að horfa á STW 1 á eftir. Þarf að sofna snemma.