Thursday, August 16, 2018

Síðastliðinn

fimmtudag var sól og sumar á Fróni og því skelltum við Gunni okkur í sundlaugina hér hinu megin við götuna, fórum í sólbað, pottinn og gufuna:-)

Á föstudaginn var Jói að vinna lengur og því sóttum við Birgi í leikskólann og fórum í Ásgarðinn. Gunnar og vinur hans komu svo úr Hæðargarðinum um klukkustund síðar og Jói kom svo aðeins seinna. Við áttum góða fjölskyldustund fram á kvöld, hlógum og horfðum á videómynd:-)

Á laugardeginum hitti ég Jói, strákana og vinafólk niðri í bæ, við fórum í Hljómskálagarðinn, sáum hluta af gleðigöngunni koma í garðinn, krakkarnir léku sér í leiktækjum góða stund, og svo gengum við lengra í bæinn og enduðum á kaffihúsi þar sem við fengum okkur hressingu:-)
Við sátum þar í tæplega tvo tíma og gengum svo aftur í bílana. Jói og strákarnir komu svo í Mosó og voru fram á kvöld, fínasta samverustund þann daginn:-)

Á þriðjudaginn fór ég til tannsa og byrjaði svo að vinna í gær...
Líst vel á veturinn, verð væntanlega á yngra stigi (1. -3. bekk) allavega til að byrja með og verð líka aðeins að vinna í frístundinni:-)

Var að vinna í dag, kom heim og hvíldi mig og fór svo í smá gönguferð í frábæru veðri, sól og logn í sveitinni í dag:-)

Gunnar, Gunni og Valli fóru vestur í dag og verða þeir nafnar fram á sunnudag, gaman hjá þeim að fara í smá ferðalag saman:-)

Ég og mamma ætlum að fara annaðkvöld á Mamma mía 2 singalong sýningu, gaman að fara aftur á þessa flottu bíómynd:-)

Svo er menningarnótt á laugardaginn, mun ekki hlaupa 10. km í RVK maraþoninu þetta árið en kíki kannski í bæinn ef ég er í stuði:-)

Ekki meira að frétta í bili...