Við
mamma fórum á Mamma Mía 2 singalong á föstudagskvöldinu, gaman að sjá þessa mynd aftur og við sungum aðeins með ásamt fleiri í salnum:-)
Á menningarnótt hittumst við Jói bróðir um kaffileytið á Hlemmi og stuttu seinna bættist Helgi vinur hans í hópinn. Við gengum niður Laugaveginn og komum við á svölunum á Pedersen svítunni og hlustuðum á einhvern frekar misheppnaðan karlakór:-)
Við héldum áfram niður á Austurvöll, fengum okkur kaffi, fórum niður á Tjörn og þar kvaddi Helgi okkur. Við Jói kíktum aðeins inn í Iðnó og héldum svo áfram ferð okkur upp á Hlemm. Stoppuðum aðeins á útiballinu hjá dj Margeiri og dilluðum okkur smástund. Þá var klukkan að nálgast hálf sjö.. Við ákváðum að taka smá pásu frá bæjarlífinu og fara í Ásgarðinn, ég náði í bílinn minn sem var staðsettur hjá Nóatúni og Jói hjólaði af stað heim á leið. Við stoppuðum heima hjá Jóa í rúmlega klukkutíma, fengum okkur pizzu og horfðum á fréttirnar.
Svo var haldið aftur af stað, við lögðum hjá BSÍ og fórum í Hljómskálagarðinn á tónleika. Hittum þar Gulla vin okkar og fjölskyldu hans. Hlustuðum á hljómsveitina Dimmu og gengum svo öll saman yfir á Arnarhól þar sem voru líka tónleikar. Fundum góðan stað, settumst niður og sáum hljómsveitirnar Írafár og Todmobile og þá komst mín í stuð, söng og dansaði enda er þetta eitt af mínum uppáhaldsböndum og og ég hef sjaldan séð þau í eins flottu formi og þetta kvöld:-)
Eftir tónleikana var fínasta flugeldasýning sem við horfðum á..
Að þessu loknu gengum ég, Jói og Gulli af stað í bæinn, fórum aftur í útipartýið hjá Dj Margeiri, dönsuðum þar í c.a. hálftíma þar til ballið var búið og ljósin kveikt, mikið stuð:-)
Þá var klukkan orðin miðnætti og strákarnir vildu kíkja á fleiri skemmtistaði svo ég kvaddi þá og labbaði í bílinn og var komin heim um eittleytið, þreytt og ánægð eftir skemmtilega samverustund:-) Við vorum heppin með veðrið allan daginn og fram á nótt, sól, þurrt, hiti og næstum logn:-)
Rólegt á sunnudeginum, Gunni og Gunnar komu að vestan og gekk ferðin vel og áttu þeir góða stund saman, fóru að veiða í góðu veðri og Gunnar var ánægður með sig eftir veiðiferðina:-)
Síðastliðna helgi var bæjarhátíðin í Mosó sem við tókum þátt í, ásamt því að eiga góðar stundir með Jóa og Birgi:-)
Á föstudagskvöldið fóru þeir feðgar í sund, komu svo í heimsókn, við fengum okkur pizzu, og horfðum saman á teiknimyndina um Gosa. Birgir horfði dolfallinn á, þetta er held ég í fyrsta skipti sem hann horfir á heila teiknimynd:-)
Vaknaði snemma á laugardagsmorgum, fór á kóræfingu og svo sungum við nokkur lög í Álafosskvosinni sem var hluti af bæjarhátíðinni.
Jói, Gunni og Birgir komu að horfa á okkur og þótti mér vænt um það:-)
Eftir sönginn fengum við okkur kaffi og stoppuðum aðeins í kvosinni og fórum svo yfir í Hlégarð sem er stutt frá. Birgir var duglegur að hjóla og ganga þennan spotta og við vorum smástund þar, fengum okkur sæti á bekk og horfðum á Birgi rúlla sér niður hólinn sem er mikið sport hjá honum þessa daganna:-)
Veðrið var fínt alveg fram á kvöld, sól, lítill vindur og þurrt:-)
Fórum svo öll heim og þeir feðgar stoppuðu smástund og fóru svo í barnaafmæli.
Gunni og ég tókum því rólega fram á kvöld og kíktum svo á útitónleikana í Mosó.
Þetta voru flottir tónleikar og fullt af fólki og gaman að því að hverfið okkar (gula hverfið) var annað árið í röð valið best skreytta hverfið:-)
Á tónleikunum komu fram listamennirnir; Stjórnin, Sverrir Bergmann, hljómsveitin Albatross, Jóhanna Guðrún sem er hörkusöngkona og söng fínustu lög og svo sú sem bar af þetta kvöld (að mínu mati) Ragga Gísla sem söng gömlu, flottu Grýlulögin, ásamt fleiri lögum og sungum við með og dilluðum okkur aðeins:-)
Við vorum í c.a. einn og hálfan tíma, og það passaði þegar við fórum heim byrjaði að rigna:-)
Flott og skemmtileg samverustund þann daginn og kvöldið:-)
Það gengur vel í vinnunni, ég hef verið í 1. bekk undanfarna daga og er það skemmtilegt og fróðlegt að vera þar:-)
Fer svo í 3. bekk í næstu viku og verð væntanlega meira og minna þar í vetur:-)
Ég sé um gæsluna ásamt fleiri starfsmönnum á morgnana og er það ágætt og líka í frístundinni þar sem ég er 3 daga í viku milli 14:00 og 16:00, er búin klukkan 14:00 á föstudögum sem er frábært, lét það eftir mér þetta árið:-)
Kíkti til mömmu eftir vinnu á mánudaginn, fór í vinnuna mánudag, þriðjudag og miðvikudag, var búin að vera eitthvað slöpp þessa viku en samt rólfær, en seinnipartinn á miðvikudag helltist í mig kvef, verkir, hiti og vanlíðan svo ég var heima í gær og dag;-(
Fór á læknavaktina í gærmorgun í streptókokkapróf, þorði ekki öðru þar sem ég hef 2 sinnum fengið þá leiðindasýkingu, en var ekki með þá núna sem betur fer...
Jamm, tek því rólega um helgina og verð vonandi búin að ná mér á mánudaginn...
Nóg í bili..
Sandra kvefaða..
<< Home