jólafrí
alltaf gott að fá smá frí:-)
Aðfangadagskvöld var notalegt og skemmtilegt, vorum 8 manns heima hjá Jóa, Láru og Gunnari, borðuðum ljúffengan hamborgarhrygg og meðlæti, Gunnar afhenti pakkana og var spenntur yfir þeim, og partýið endaði svo rúmlega 00:30:-)
Vaknaði um eitt leytið á jóladag, tók því rólega, sótti svo mömmu rúmlega 5 og við fórum í jólaboð til afa;-)
Í gær vaknaði ég um hádegi, fór smástund í ræktina til að liðka bakið, var að dunda mér fram eftir degi og svo komu Jói og Gunnar í hangikjöt um kvöldmatarleytið, áttum rólegt kvöld, horfðum á sjónvarpið og höfðum það notalegt:-)
Í dag er ég bara að hangsa og taka því rólega, ekkert planað sem er líka nauðsynlegt:-)
á morgun stefni ég á að fara á jólaball með Gunnari og fleiri fjölskyldumeðlimum:-)
Jamm, allt rólegt og gott hér í sveitinni núna...
Óska ykkur góðrar hátíðar, leti og afslöppunar:-)
Sandra lata....
<< Home