Monday, December 31, 2007

ég

er alveg í skýjunum núna:-)
Vinkona mín var nefnilega að segja mér svo frábærar fréttir og ég samgleðst henni innilega:-)

Langar að setja hér inn svo fallegan texta sem ég fann á netinu og vona að mér sé fyrirgefið þó ég fái hann lánaðan. Þetta á nefnilega erindi við okkur öll..


Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu
hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú
gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er satt!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er að viðkomandi vill vera eins og þú.

4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa.

6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.

7. Þú ert einstök/einstakur og sérstök/sérstakur í þessum heimi

8. Einhver sem þú þekkir ekki elskar þig.

9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum verður eitthvað gott úr því.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.

11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.


Vona að þið eigið gott og notalegt kvöld og skemmtið ykkur fallega í kvöld:-)
Áramótakveðja
Sandra


Og svona að lokum er leiðsögnin frá Ikeda:

31.desember

Til þess að lifa lífi sem er innblásið og getur gefið öðrum innblástur, þurfa hjörtu okkar að vera lifandi; þau þurfa að vera fyllt af ástríðu og ákafa. Til að ná því, eins og Toda forseti sagði líka, þurfum við kjarkinn til að “vera sönn sjálfum okkur í lífinu.” Til til að vera sönn sjálfum okkur, þurfum við hugarstyrk til að láta ekki stjórnast af umhverfi okkar eða vera upptekin af hégóma og ytri ásýnd. Frekar en að fá lánað eða herma eftir öðrum, þurfum við þá sannfæringu að vera fær um að hugsa fyrir okkur sjálf og framkvæma samkvæmt okkar eigin ábyrgðartilfinningu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda