Þorláksmessa
Þá er búið að kaupa jólamatinn og allt sem því fylgir:-)
Fór svo og náði í jólapakkana frá Jóa og Láru:-)
Rólegheit það sem eftir lifir dags, og ekkert planað..
Hugsa að ég sleppi því að fara í friðargönguna þetta árið:-0
Ég tók að gamni nokkrar myndir af jólaljósum, tunglinu og fleira og er á leiðinni að setja þær inn á myndasíðuna;-)
Læt þetta nægja í bili og vina að þið eigið rólegt og notalegt kvöld framundan..
Enda á leiðsögn frá Ikeda:
23.desember
Leo Tolstoy komst að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að gera grundvallar breytingu í samfélaginu væri að koma á breytingu í almenningsálitinu, breytingu í hugum fólks. Hvernig breytum við þá almenningsálitinu? Tolstoy hélt fram að: “Það er aðeins nauðsynlegt fyrir fólk að segja það sem þeim finnst í alvörunni eða að minnsta kosti stilla sig um að segja það sem þeim finnst ekki.” Það er nauðsynlegt, með öðrum orðum, að láta ekki álit annarra stjórna sér eða gamlan hugsunarhátt eða gjörðir. Þess í stað þarf hvert okkar að fræðast, og skapa okkar eigin sannfæringu.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home