Friday, December 14, 2007

Vald

veðurguðanna er mikið í dag.

Bílar, bátar, strætóskýli, heitir pottar, jólatré og hús að fjúka, fólk varað við að vera úti, skólahald fellur niður í mörgum skólum, pósturinn ekki borinn út í dag, ekkert flug til og frá landinu, hvorki siglt né flogið innanlands, Stúfur er veðurtepptur og ég veit ekki hvað og hvað...

En til allrar lukku hefur ekkert komið fyrir hjá okkur eða öðrum sem ég þekki í þessum óveðrum sem hafa gengið yfir landið undanfarna viku, og meira að segja er jólakransinn á útiveggnum enn á sínum stað:-)

Já, svona er nú Ísland í dag..

En ég ætlaði líka að benda ykkur á þessa dapurlegu frétt..

Vona að þið eigið góðan dag..
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:

13. desember
Trúarsamtök eru ekki eitthvað sem halda aftur af þér eða takmarka þig. Þvert á móti eru þau stökkbretti sem gera þér kleift að ná sem mestum þroska og lifa kraftmiklu lífi. Þau eru dýrmætasti staðurinn til að breiða út hina búddísku iðkun okkar.