Saturday, December 22, 2007

Afmæliskveðja

Elsku Elín.
Innilega til hamingju með afmælið:-)
Vona að þú eigir góðan, notalegan og skemmtilegan dag:-)

Í dag er á dagskrá að ná í jólatréð, skreyta það, sem og íbúðina og taka aðeins til;-)
Það lítur út fyrir að það verði hvít jól, allavegna snjóar örlítið í augnablikinu..

Hér er hlekkur af fleiri fréttum af TP
Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góðan dag..
Sandra

Vil enda á leiðsögn um breytingar:

21. desember
Búddismi telur að allt sé háð stöðugum breytingum. Þá er spurning hvort við tökum breytingum aðgerðalaust og látum þær feykja okkur til og frá eða hvort við tökum stjórnina og sköpum jákvæðar breytingar að okkar eigin frumkvæði. Á meðan íhaldssemi og sjálfsvörn er hægt að líkja við vetur, nótt og dauða, þá er andi brautryðjanda og það að láta hugsjónir rætast ímynd vors, morguns og fæðingar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda