Saturday, March 17, 2007

Skilgreiningar

Hvað er vinátta?
Hvað er ást?
Hvað er að vera hamingjusamur?
Hvernig er góð manneskja?
Hvernig er sýnin á frið í heiminum?

Gaman væri að fá ykkar viðbrögð við þessum spurningum:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um lífskraftinn..

Lífið inniheldur mátt, eins og eldtungur sem teygja sig upp til himins, til að umbreyta þjáningum og sársauka í þá orku sem þarf til að skapa verðmæti, - í ljós sem lýsir upp myrkrið. Líkt og vindur sem næðir óhindrað um miklar víðáttur, á lífið kraft til að uppræta og sigrast á hindrunum og erfiðleikum. Líkt og tært flæðandi vatn, getur það skolað burt blettum og óhreinindum. Og lífið - líkt og hin mikla jörð sem framfleytir plöntum og gróðri - verndar allt fólk án aðgreiningar með hinum samúðarfulla nærandi krafti sínum.

Góða helgi.
Sandra