Tuesday, March 27, 2007

Umhverfisvernd

Var að fá sent eftirfarandi bréf sem mig langar að deila með ykkur.

Vissir þú:

Að stjórnvöld stefna að því að gera Ísland að einni stærstu
álbræðslu í heimi með stækkun í Straumsvík, álveri á Austurlandi, við
Húsavík, stækkun í Hvalfirði, nýju álveri í Helguvík og hugsanlega á
Þorlákshöfn?

Að á næstu árum þarf að virkja á 25-30 nýjum stöðum, eða sem nemur 3
Kárahnjúkavirkjunum?

Að þessi álver munu nota 10 sinnum meiri orku en öll íslenska þjóðin?

Að mengun frá álverksmiðjum við Faxaflóa verður meiri en frá
tvöföldum bílaflota landsmanna?

Að svæðið kringum höfuðborg Íslands verður þar með eitt mesta
stóriðnaðarsvæði í heimi með tilheyrandi orkumannvirkjum,
rafmagnslínum og milljón tonna álframleiðslu?

Að þessi álbylting mun samt aðeins skapa störf fyrir 0.7% landsmanna en
skapa gríðarlegar langtímaskuldir fyrir Íslendinga.

Ef þessar 5 verksmiðjur munu þurfa að stækka í framtíðinni til
samræmis við óskir Alcan um stækkun í Straumsvík þyrfti að fullvirkja
allt
sem virkjanlegt er á Íslandi.

Ef þú vilt hafa áhrif á þessa þróun og áhrif á
framtíð lands og þjóðar geturðu skrifað undir sáttmála á
vefsíðunni

http://framtidarlandid.is/sattmali

Vigdís Finnbogadóttir er verndari sáttmálans.

Kynntu þér málið!