Saturday, March 24, 2007

mikið um að vera

Á fimmtudagskvöldið var umræðufundurinn hjá hverfinu mínu og hann gekk betur en ég þorði að vona:-)
ég hafði nefnilega verið pínulítið stressuð dagana á undan, m.a. var undirbúningur vegna fræðslu sem ég átti að vera með á fundinum og fleira sem þurfti að hugsa fyrir.

Á föstudaginn var árshátíðin hjá börnunum í 1.-3. bekk og tókst hún mjög vel, krakkarnir stóðu sig með prýði í skemmtiatriðunum, sungu, dönsuðu og leiku leikrit, það var fullur salur af foreldum og systkinum og mikið stuð á dansiballinu sem var í lokin:-)
Við kennararnir tóku að sjálfsögðu fullan þátt í hátíðinni, stjórnuðu dansi og dilluðum okkur með á gólfinu, lékum stuttan leikþátt úr Dýrunum í Hálsaskógi,í búning og öllu og sungu eitt lag;-)

Í dag voru æfingabúðir í Skálholti hjá kórnum mínum og tókst það mjög vel:-)

Ekki fleiri fréttir í bili..
Sandra

Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
Trúin er barátta milli Búddhaeðlisins og djöflana hið innra. Því aðeins að þú byggir upp sterkt lífsástand, sem er ósigrandi mitt í hvers konar erfiðleikum, mun þér auðnast að finna leiðina til friðar og sannrar hamingju. Fullkomlega ósigrandi, friðsælt og ánægjulegt líf er einungis mögulegt ef þú grundvallar staðfasta trú sem aldrei haggast – hvað sem á dynur. Hafðu þetta ávallt hugfast.
D. Ikeda